24.09.2024

Blómstraðu með Copilot

Allt sem þið hafið lesið um Copilot er satt! ​ Án þess að eiga í hættu á að hljóma eins og „ekta sölumanneskja“ þá get ég hérna í þessum skrifuðu orðum hreinskilnislega staðfest að Copilot er algerlega málið! ​

Sandra Birgisdóttir
Microsoft sérfræðingur hjá Advania

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi hjá mínu fyrirtæki, að hafa haft aðgang að Copilot fyrir  Microsoft 365 á mínum notanda síðan hann kom fyrst út núna í febrúar síðastliðnum. Það kom mér á óvart hversu einfalt það er að nýta sér eiginleika vörunnar og aðlaga hana að mínum daglegu störfum – þetta er bókstaflega bara „takki“ fyrir framan mín helstu Microsoft vinnutól.​

Helsti kostur fyrir mig persónulega – Tímasparnaðurinn​

Tíminn sem ég hef sparað mér er áþreifanlegur.​

Það fer eftir hlutverki þínu innan vinnustaðarins hvaða eiginleikar munu nýtast þér mest og best.​

Eftir því hvort þú vinnur í mannauði, fjármálarekstri, markaðs- eða sölutengdu hlutverki þá eru áherslur okkar í starfi allar mjög mismunandi, en fyrir mig hefur tímasparnaður allra helst endurspeglast í leit minni að gögnum.​

Hvort sem það er efni úr tölvupósti, Teams-spjalli eða gögn sem gætu verið vistuð Onedrive eða Sharepoint, þá tekur það mig ekki lengur heillangan tíma að reyna að rifja upp hvar það var vistað eða rætt um. ​
Ég smelli einfaldlega á Copilot hnappinn í Teams hjá mér og hendi inn stikkorði eða nafni. Innan nokkurra sekúndna fæ ég vel útlistað svar með hlekkjum (e.tabs) sem mata mig á öllum „mentions“ um það sem ég leita að.​

Hluti af Microsoft teyminu hjá Advania á Haustráðstefnunni fyrr í mánuðinum.

Hluti af Microsoft teyminu hjá Advania á Haustráðstefnunni fyrr í mánuðinum.

Þegar í mörgu er að snúast og maður hefur minni tíma til að undirbúa kynningar, tilboðsgerð eða samantektir þá kemur Copilot fyrir Microsoft 365 einstaklega sterkt inn!​

Með notkun Copilot hef ég nú betra og meira rými til þess að efla þekkingu mína, styrkjast í fagi mínu og fæ nú tækifæri til að blómstra enn meir í mínum daglegu störfum en ég hef getað áður en ég fór að nota vöruna.​

Ein í teyminu mínu sagði við mig nýverið, eftir að ég fékk aðstoð Copilot við að hjálpa mér að leysa úr mjög löngu og tímafreku verkefni og ég deildi með henni niðurstöðunni,

„Sandra, djöfull varstu snögg að þessu, hvernig var eiginlega líf okkar í vinnunni fyrir Copilot?“

Þetta fékk mig til að brosa og hugsa með mér, vá hvað ég er þakklát fyrir að geta nýtt mér gervigreindina á svona einfaldan og auðlærðan máta.​

Ef þú hefur spurningar um vöruna eða langar að vita eitthvað meira, ekki hika við að hafa samband við okkur.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.