21.10.2022

Spennandi búnaður sem tilbúinn er til afhendingar

Fyrir stuttu síðan kom út grein frá Gartner sem fjallar um níu „trend“ eftir Covid-19. Faraldurinn hefur haft ýmsar breytingar í för með sér fyrir fyrirtæki og eru mannauðsdeildir víðsvegar um heim að meta skammtíma- og langtímaáhrif í gegnum ýmsa þætti.

Sigfús Jónasson
Vörustjóri notendabúnaðar

Nýr veruleiki

Fyrir stuttu síðan kom út grein frá Gartner sem fjallar um níu „trend“ eftir Covid-19. Faraldurinn hefur haft ýmsar breytingar í för með sér fyrir fyrirtæki og eru mannauðsdeildir víðsvegar um heim að meta skammtíma- og langtímaáhrif í gegnum ýmsa þætti. Greinin kemur inn á vellíðan starfsfólks, jafnræði á vinnustöðum (fjölbreytni, jöfnuð og þátttöku), breytingar á hlutverkum stjórnenda og fleira. Miklar hræringar eru á markaðinum sem eru að skapa ný tækifæri fyrir mannauðsdeildir til að aðgreina sitt fyrirtæki frá öðrum í þeirri vegferð að vera fyrsta val hjá starfsfólki. Einn þáttur í þessari vinnu er að ná vel utan um sveigjanleika í vinnu (e. hybrid work) þar sem meirihluti starfsfólks kýs möguleikann á fjarvinnu. Afleiðingar þessa eru nú þegar farnar að hafa áhrif á uppsetningu skrifstofurýmis þar sem mörg fyrirtæki eru í auknum mæli að endurskoða kaup á notendabúnaði og hvernig þau samræmast þessum nýja veruleika. Hér að neðan verður farið yfir nokkrar vörur sem geta stutt við þessa vegferð.

Þægilegir ferðafélagar

Fartölvur eru einstaklega hentugar fyrir sveigjanlegt vinnuumhverfi og hafa margir framleiðendur lagt áherslu á betri byggingarefni og að búa til nettari og léttari tæki sem auðvelt er að ferðast með. Allar Dell Latitude fartölvur eru hannaðar með þetta í huga og koma að auki með forriti, Dell Optimizer, sem ætlað er ýta undir jákvæða notendaupplifun þar sem Optimizer hjálpar tölvunni að hámarka afköst með stillingum fyrir forrit, rafhlöðu, hljóð og öryggi.

Latitude 3430 er alhliða fartölva fyrir almenna skrifstofuvinnu
404
Latitude 5430 er góður vinnufélagi á ferðalaginu og hentar líka þeim sem vinna mikið fyrir framan skrifborðið
404
Latitude 7430 er einstaklega nett og létt og því afar hentug fyrir ferðalagið
404

Framsæknir skjámöguleikar

Ein afleiðing þeirra þróunar sem nefnd var í byrjun er sú að fyrirtæki eru í auknum mæli að skoða nýja möguleika í skjáum. Sveigðir skjáir hafa þar verið vinsælir og er Dell með frábærar lausnir sem henta einstaklega vel inn í fyrirtækjaumhverfi. Við mælum meðal annars með eftirfarandi vörum.

P3421W er einstaklega vandaður skjár með USB-C tengi sem þýðir að hægt er að nýta eiginleika tengikvíar
404
U3421WE er fallegur skjár með þunnum skjáköntum og getur vel staðið einn og sér á borði
404
C3422WE er sérstaklega hannaður með Microsoft Teams í huga
404

Nauðsynlegir aukahlutir

Í nútímanlegu vinnuumhverfi er mikilvægt að hafa rétta aukahluti sem auðvelda sveigjanleika. Við mælum meðal annars með þessum vörum.

Nettur bakpoki fyrir allt að 15“ fartölvu, spjaldtölvu og aukahluti

Dell Pro Slim 15 Bakpoki

Sérstaklega nettur bakpoki fyrir allt að 15" fartölvu, spjaldtölvu og aukahluti. Pokinn er framleiddur á umhverfisvænan hátt og húðaður með vatnsvörðu efni sem búið er til úr endurunnum bílrúðum.

Dell Pro Slim 15 Bakpoki
Frábær tengikví fyrir fjarvinnuna sem tengir fartölvu, snjallsíma og alla helstu aukahluti

Dell USB-C Dual Charge HD22Q tengikví 130W

Frábær tengikví fyrir fjarvinnuna sem tengir fartölvu, snjallsíma og alla helstu aukahluti. Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma eða earbuds með Qi tækni og LED ljós segir til um hleðslustöðu.

Dell USB-C Dual Charge HD22Q tengikví 130W
Sex tengimöguleikar í einu breytistykki. Tengist í gengum USB-C við tölvu, styður allt að 90W hleðslu

Dell USB-C Mobile Adapter DA305

Frábær tengidós sem hentar með öllum tölvum með USB-C tengjum. Styður einnig hleðslu í gegnum sig, allt að 90W.

Dell USB-C Mobile Adapter DA305

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.