23.04.2024

Copilot fyrir byrjendur - Vefnámskeið 6. maí

Þann 6. maí næstkomandi heldur Advania námskeiðið Microsoft Copilot fyrir byrjendur. Um er að ræða fjarnámskeið og leiðbeinandi þess er Þóra Regína Þórarinsdóttir, sérfræðingur í gagnagreiningum. Námskeiðið spannar þrjár klukkustundir.

Microsoft Copilot fyrir byrjendur

Um er að ræða nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna.

Námskeiðið fer fram þann 6. maí 2024 frá 9:00-12:00.

Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir í hvaða Microsoft 365 vörum Copilot er aðgengilegur, hvernig er hægt að nota hann og hvernig hann getur hjálpað starfsfólki við að auka framleiðni, gæði og sjálfvirkni í daglegum störf innan Microsoft 365 svítunnar.

Þóra Regína Þórarinsdóttir leiðbeinandi námskeiðsins er sérfræðingur í gagnagreiningum hjá Advania. Þóra býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og margra ára reynslu í fjármálastjórn og gagnagreiningum, bæði á Íslandi og í Bretlandi.

Á námskeiðinu er farið í gegnum atriði á borð við:

  • Hvað er Copilot?
  • Í hvaða lausnum er hann aðgengilegur?
  • Hvernig á að hafa samskipti við Copilot?
  • Sýnidæmi úr Microsoft svítunni (Outlook, Teams, Word, Excel og Powerpoint) á notkunarmöguleikum.
  • Athugið að áhersla er lögð á að skilningur fáist á því hvernig hægt er að nýta sér og nota Copilot við dagleg störf.

Ávinningur af námskeiði:

  • Þekking á því hvað Copilot er.
  • Skilningur á því hvernig er hægt að nýta sér gervigreind til að auka framleiðni og sjálfvirknivæðingu með Copilot.
  • Skilningur á því hvernig er best að haga samskiptum, til að ná sem bestum árangri með Copilot.

Fleiri fréttir

Blogg
12.03.2025
Viðskiptakerfadagur Advania var einstaklega vel heppnaður en á Hilton komu saman rúmlega 300 manns. Í aðdraganda ráðstefnunnar var ljóst að mikill áhugi væri á viðburðinum enda kom á daginn að loka þurfti fyrir skráningar þar sem húsnæðið réð ekki við fleiri gesti. Þessi mikla þátttaka undirstrikaði áhuga og mikilvægi slíkra viðburða fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptakerfum og daglegum rekstri á Dynamics 365 Business Central, Dynamics 365 Finance & Operations, Power Platform og gervigreind.
Blogg
04.03.2025
Útvaldir samstarfsaðilar fá að halda sannkallaðar áhorfsveislur og sýna beint frá opnunarræðunni á NVIDIA GTC. Advania er þar á meðal.
Fréttir
26.02.2025
Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi, stærsta upplýsingatæknifyrirtækis landsins. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.