Fréttir - 16.1.2024 15:16:40

Copilot fyrir Microsoft 365 er kominn út

Copilot fyrir Microsoft 365 er nú í boði fyrir allar stærðir fyrirtækja og er enginn lágmarksfjöldi sæta.

Fyrirtæki sem eru með með Microsoft 365 Business Standard leyfi eða Microsoft 365 Business Premium leyfi geta nú bætt Copilot ofan á.

Copilot fyrir Microsoft 365 vinnur með hugbúnaði sem er almennt mikið nýttur við leik og störf; Word, Excel, Powerpoint, Outlook, Teams og fleiri. Þetta kraftmikla verkfæri getur t.d. lesið vinnugögn, aukið sköpun í Word, greint gögn í Excel, hannað glærur í Powerpoint og flokkað pósta í Outlook.

Sjáðu nánar í bloggi Microsoft

As we kick off a new year, we’re thrilled to see people increasingly using and loving Microsoft Copilot for work and life. Our goal is to empower every person and every organization... .

Copilot fylgir ströngustu öryggisreglum og er spennandi tól sem styður starfsfólk til aukinnar nýsköpunar og framleiðni. Lausnin er einungis hluti af mörgum spennandi hlutum sem eru að eiga sér stað í gervigreindarvegferð vinnustaða.

Sjáðu veffundinn um gervigreind á vinnustöðum

Fyrirtæki og gervigreind; tækifæri, undirbúningur og raundæmi | Velkomin

Á þessum veffundi heyrum við hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir gervigreindarvegferðina. Flutt verða raundæmi um hvernig fyrirtæki gerðu það á hraðan og öruggan hátt.

Fyrirtæki og gervigreind; tækifæri, undirbúningur og raundæmi | Velkomin

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.