Daníel Sigurður Eðvaldsson hefur gengið til liðs við Advania.

Fréttir - 22.9.2025 08:00:00

Daníel Sigurður nýr tækni- og þjónustustjóri á Akureyri

Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.

Daníel starfar á Akureyri og þjónustar þar fjölbreyttan hóp lykilviðskiptavina Advania. Advania flutti í sumar starfsstöðina á Akureyri í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Austursíðu 6.

Daníel kemur til Rekstrarlausna Advania frá TDK þar sem hann starfaði sem umsjónarmaður UT kerfa og sem kerfisstjóri frá árinu 2018.

„Ég hlakka til að taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem Advania er í þegar kemur að tæknimálum og þjónustu til viðskiptavina. Ég hef góða reynslu af Advania sem viðskiptavinur og því er sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri og verða hluti af hópnum,“ segir Daníel.

„Það er okkur sönn ánægja að fá Daníel Sigurð í öflugt lið tækni- og þjónustustjóra og um leið styðja enn betur en áður við ört stækkandi hóp viðskiptavina í hýsingar og rekstrarþjónustu á Norðurlandi,“ segir Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri hjá Rekstrarlausnum Advania.

„Við sjáum vaxandi þörf fyrir persónulega og framsækna ráðgjöf í takti við hraða þróun í upplýsingatækni. Tækni- og þjónustustjórar sinna mikilvægu ráðgjafarhlutverki til lykilviðskiptavina, í samvinnu við sérfræðinga og rekstrarteymi Advania.“

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.