Daníel Sigurður Eðvaldsson hefur gengið til liðs við Advania.

Fréttir - 22.9.2025 08:00:00

Daníel Sigurður nýr tækni- og þjónustustjóri á Akureyri

Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.

Daníel starfar á Akureyri og þjónustar þar fjölbreyttan hóp lykilviðskiptavina Advania. Advania flutti í sumar starfsstöðina á Akureyri í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Austursíðu 6.

Daníel kemur til Rekstrarlausna Advania frá TDK þar sem hann starfaði sem umsjónarmaður UT kerfa og sem kerfisstjóri frá árinu 2018.

„Ég hlakka til að taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem Advania er í þegar kemur að tæknimálum og þjónustu til viðskiptavina. Ég hef góða reynslu af Advania sem viðskiptavinur og því er sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri og verða hluti af hópnum,“ segir Daníel.

„Það er okkur sönn ánægja að fá Daníel Sigurð í öflugt lið tækni- og þjónustustjóra og um leið styðja enn betur en áður við ört stækkandi hóp viðskiptavina í hýsingar og rekstrarþjónustu á Norðurlandi,“ segir Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri hjá Rekstrarlausnum Advania.

„Við sjáum vaxandi þörf fyrir persónulega og framsækna ráðgjöf í takti við hraða þróun í upplýsingatækni. Tækni- og þjónustustjórar sinna mikilvægu ráðgjafarhlutverki til lykilviðskiptavina, í samvinnu við sérfræðinga og rekstrarteymi Advania.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.