Daníel Sigurður Eðvaldsson hefur gengið til liðs við Advania.

Fréttir - 22.9.2025 08:00:00

Daníel Sigurður nýr tækni- og þjónustustjóri á Akureyri

Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.

Daníel starfar á Akureyri og þjónustar þar fjölbreyttan hóp lykilviðskiptavina Advania. Advania flutti í sumar starfsstöðina á Akureyri í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Austursíðu 6.

Daníel kemur til Rekstrarlausna Advania frá TDK þar sem hann starfaði sem umsjónarmaður UT kerfa og sem kerfisstjóri frá árinu 2018.

„Ég hlakka til að taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem Advania er í þegar kemur að tæknimálum og þjónustu til viðskiptavina. Ég hef góða reynslu af Advania sem viðskiptavinur og því er sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri og verða hluti af hópnum,“ segir Daníel.

„Það er okkur sönn ánægja að fá Daníel Sigurð í öflugt lið tækni- og þjónustustjóra og um leið styðja enn betur en áður við ört stækkandi hóp viðskiptavina í hýsingar og rekstrarþjónustu á Norðurlandi,“ segir Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri hjá Rekstrarlausnum Advania.

„Við sjáum vaxandi þörf fyrir persónulega og framsækna ráðgjöf í takti við hraða þróun í upplýsingatækni. Tækni- og þjónustustjórar sinna mikilvægu ráðgjafarhlutverki til lykilviðskiptavina, í samvinnu við sérfræðinga og rekstrarteymi Advania.“

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.