Blogg - 18.9.2025 14:17:15

Dótadagur í Advania Akureyri

Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Fortinet kynnti net og öryggislausnir

Sérfræðingar frá Fortinet á Íslandi mættu á svæðið og kynntu öflugar lausnir í netöryggi. Þeir sýndu fram á virkni kerfanna og svöruðu spurningum gesta af mikilli fagmennsku. Með þeim var Vignir Benediktsson, sölusérfræðingur í netlausnum hjá Advania, sem veitti innsýn í það hvernig lausnirnar nýtast í mismunandi rekstrarumhverfi.

Nýjungar í samskiptalausnum og öryggisbúnaði

Sigurgeir Þorbjarnarson, vörustjóri funda- og samskiptalausna hjá Advania, fór svo yfir það nýjasta í vöruframboði fyrirtækisins. Þar má nefna:

  • Verkada myndavéla- aðgangsstýringa og öryggislausnir
  • Nýjustu fjarfundalausnirnar
  • Október Skjáfest tilboð á iiyama skjám – sem nú eru til sýnis á skrifstofunni á Akureyri
Það var margt um manninn á nýju skrifstofunni okkar á Akureyri.

Það var margt um manninn á nýju skrifstofunni okkar á Akureyri.

Dell vörulína og góðar móttökur

Gestir fengu einnig að skoða nýjustu fartölvur og skjái frá Dell, sem vöktu mikla athygli. Það var greinilegt að áhuginn var mikill – enda tóku Sigurður Rúnar og Jónas á móti gestum af höfðingsskap og tryggðu að allir fengju góða upplifun.

Hafðu samband – við höfum lausnina!

Við hjá Advania viljum þakka öllum sem mættu og gerðu daginn að því sem hann var – fróðlegur, skemmtilegur og tengdur. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira – starfsfólk Advania er alltaf með lausnina fyrir þig!

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.