15.03.2024

Einfalt líf og engar snúrur

Dönsku tæknifyrirtækin Airtame og Jabra hafa blásið til samstarfs í vöruframboði. Í krafti þess býður Advania nú upp á frábært tilboð á pakka fyrir fundarherbergi.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Fyrirtækið Airtame hefur nú hafið náið samstarf með Jabra, sem er leiðandi fyrirtæki í hljóð- og myndtækni fyrir fjarnám og -vinnu. Markmiðið er að bjóða upp á einfalda og öfluga lausn fyrir fundi í fjölþjóðlegum umhverfum. Það er einstaklega gaman að sjá þessi 2 dönsku tæknifyrirtæki sameina krafta sína í til þess að skapa samræmda lausn fyrir mismunandi fundarrými.

Hartnær 50% afsláttur í vefverslun

Advania er endursöluaðili á bæði Airtame og Jabra á Íslandi. Advania býður nú viðskiptavinum upp á sérstakt tilboð á Airtame Hub og Jabra Panacast 50.

Sjáðu tilboðið í vefverslun
404

Airtame er þekkt sem framúrskarandi lausn til þess að deila skjá þráðlaust (Windows Miracast, Apple Airplay, GoogleCast, Airtame WebRTC). Airtame hefur einnig verið að vinna á sem lausn fyrir upplýsingingaskjái (Digital signage) og nú sem lausn sem styður þráðlausar tengingar við ýmsar myndfundaveitur, svo sem Microsoft Teams, Zoom, Google Meet og Webex.

Jabra býður upp á gæðahátalara, myndavélar og hljóðstangir fyrir fundi. Saman geta þessar lausnir nútímavætt fundarherbergi án þess að fylla það af snúrum. Lausnin er því einföld, stílhrein og falleg með frábærum hljóð og myndgæðum.

Til þess að nota þessa lausn eftir að hún hefur verið sett upp í fundarherbergjum, þarf einungis að sækja forrit, sem svo talar við Airtame tækið. Með aðstoð Airtame Hub og Jabra Panacast 50 er nefnilega hægt að snjallvæða fundarherbergið með einum einföldum pakka. Airtame les dagatal starfsmannsins og tengist búnaðurinn fundinum óháð því hvaða tegund af fjarfundi er um að ræða.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.