Fréttir - 17.3.2025 14:57:38

„Einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar“

„Liva er einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar á hverjum tíma og leyfir ferðaþjónustuaðilum að gera það sem þeir gera best, að skapa ógleymanlegar minningar.“ segir Arna Gunnur Ingólfsdóttir vörustjóri Liva hjá Advania, sem hefur komið að þróun bókunarlausnarinnar frá upphafi.

Liva lausnin var þróuð í kjölfar beiðna frá viðskiptavinum.

„Við fórum því í stað í smá rannsóknarvinnu og komumst að því að við ættum fullt erindi inn á bókunarlausnamarkaðinn,“ segir Arna.

Á viðburðinum Tækni og straumar í ferðaþjónustu ætlar Arna að segja betur frá sögunni á bak við lausnina Liva sem fyrst var kynnt í Ferðaþjónustuvikunni á þessu ári. Á viðburðinum, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni, munu  sérfræðingar í ferðaþjónustu deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Magnús Haukur Ásgeirsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Liva teymið hjá Advania fékk ferðaþjónustuaðila með í lið við þróun vörunnar. Nú eru fleiri aðilar byrjaðir að nota vöruna og mun fulltrúi frá einum þeirra, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, segja frá sinni upplifun á viðburðinum.

Liva er skýjalausn sem er einföld í uppsetningu og skalast auðveldlega með viðbótum innan kerfisins. Með Liva hefur fólk betri yfirsýn yfir bókanir, búnað og starfsfólk.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.