„Einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar“
„Liva er einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar á hverjum tíma og leyfir ferðaþjónustuaðilum að gera það sem þeir gera best, að skapa ógleymanlegar minningar.“ segir Arna Gunnur Ingólfsdóttir vörustjóri Liva hjá Advania, sem hefur komið að þróun bókunarlausnarinnar frá upphafi.
Liva lausnin var þróuð í kjölfar beiðna frá viðskiptavinum.
„Við fórum því í stað í smá rannsóknarvinnu og komumst að því að við ættum fullt erindi inn á bókunarlausnamarkaðinn,“ segir Arna.
Á viðburðinum Tækni og straumar í ferðaþjónustu ætlar Arna að segja betur frá sögunni á bak við lausnina Liva sem fyrst var kynnt í Ferðaþjónustuvikunni á þessu ári. Á viðburðinum, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni, munu sérfræðingar í ferðaþjónustu deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Magnús Haukur Ásgeirsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Liva teymið hjá Advania fékk ferðaþjónustuaðila með í lið við þróun vörunnar. Nú eru fleiri aðilar byrjaðir að nota vöruna og mun fulltrúi frá einum þeirra, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, segja frá sinni upplifun á viðburðinum.
Liva er skýjalausn sem er einföld í uppsetningu og skalast auðveldlega með viðbótum innan kerfisins. Með Liva hefur fólk betri yfirsýn yfir bókanir, búnað og starfsfólk.