17.03.2025

„Einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar“

„Liva er einföld og þægileg lausn sem skalast og vex með rekstri ferðaþjónustunnar á hverjum tíma og leyfir ferðaþjónustuaðilum að gera það sem þeir gera best, að skapa ógleymanlegar minningar.“ segir Arna Gunnur Ingólfsdóttir vörustjóri Liva hjá Advania, sem hefur komið að þróun bókunarlausnarinnar frá upphafi.

Liva lausnin var þróuð í kjölfar beiðna frá viðskiptavinum.

„Við fórum því í stað í smá rannsóknarvinnu og komumst að því að við ættum fullt erindi inn á bókunarlausnamarkaðinn,“ segir Arna.

Á viðburðinum Tækni og straumar í ferðaþjónustu ætlar Arna að segja betur frá sögunni á bak við lausnina Liva sem fyrst var kynnt í Ferðaþjónustuvikunni á þessu ári. Á viðburðinum, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni, munu  sérfræðingar í ferðaþjónustu deila nýjustu rannsóknum, þróun og stefnumótandi innsýn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Magnús Haukur Ásgeirsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Liva teymið hjá Advania fékk ferðaþjónustuaðila með í lið við þróun vörunnar. Nú eru fleiri aðilar byrjaðir að nota vöruna og mun fulltrúi frá einum þeirra, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, segja frá sinni upplifun á viðburðinum.

Liva er skýjalausn sem er einföld í uppsetningu og skalast auðveldlega með viðbótum innan kerfisins. Með Liva hefur fólk betri yfirsýn yfir bókanir, búnað og starfsfólk.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.