13.12.2023

Eldri Microsoft áskriftaleiðir renna sitt skeið

Nú er komið að því að eldri áskriftaleiðir skýjaleyfa hjá Microsoft renna sitt skeið. Eftir 11. janúar 2024 byrjar Microsoft sjálfvirkt að flytja eldri leyfi yfir á NCE áskriftaleiðina.

Flestir viðskiptavinir okkar eru nú þegar með vörur sínar í NCE og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessari sjálfvirku færslu eldri áskriftarleiða.

Mikilvægt er að velja áskriftaleiðir sem hentar rekstri fyrirtækisins best og þannig nýta hagstæðustu leiðina. Hægt er að blanda saman áskriftaleiðum í takt við samsetningu starfsmanna. Við mælum með að velja árs binditíma fyrir starfsmenn í föstu starfi og kaupa svo leyfi með 1 mánaða binditíma fyrir starfsmenn í tímabundnu starfi í fáa mánuði,  t.d. sumarstarfsmenn og verktakar.

Fáðu frekari upplýsingar

Fleiri upplýsingar um áskriftaleiðir Microsoft má finna á heimasíðu Advania:

Microsoft áskriftaleiðir

Fleiri fréttir

Blogg
12.05.2025
Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.