Blogg, Buiness Central, Nýjasta nýtt - 26.9.2022 13:46:35

Engin tækniskuld í skýinu

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin, samkvæmt Sigríði Síu Þórðardóttur forstöðumanni á viðskiptalausasviði Advania.

Þau Högni Hallgrímsson fjölluðu um skýjavæðingu bókhaldskerfa í Fréttablaðinu á dögunum og sögðu frá þeim ótal kostum sem fylgja því að keyra slík kerfi í skýi.

„Skýið er orðið þroskað og maður finnur að flestir hafa áttað sig á að þar liggur framtíðin. Í dag snýst samtalið ekki lengur um hvort fyrirtæki eigi að fara í skýjalausn, enda fáir sem finna rökrétt svör við spurningunni „Af hverju ætti ég EKKI að vera í skýinu?“ segir Sigríður.

Yfir 200 viðskiptavinir Advania eru með bókhaldskerfi í skýinu og uppfærast mánaðarlega án þess að þurfa að hafa áhyggjur af niðritíma, bakreikningum eða áætlunum sem standast ekki.

Viðskiptakerfi Advania eru aðgengileg hvar og hvenær sem er, og á hvaða tæki sem viðskiptavinir kjósa að nota; tölvu, spjaldtölvu eða síma.

„Í fyrstu gætu menn haldið að það sé ekki svo mikill munur á að vera í skýinu en þegar maður fer að skoða kostina hrannast þeir upp. Kerfið keyrir í skýinu hjá Microsoft sem þýðir að það er alltaf aðgengilegt, hvar og hvenær sem er, og uppitíminn er hátt í 100 prósent,“ segir Högni og bendir á að öryggið sé einnig veigamikill þáttur.

DV - Frjáls og óháður miðill

Frjáls og óháður miðill

DV - Frjáls og óháður miðill

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.