Engin tækniskuld í skýinu
Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin, samkvæmt Sigríði Síu Þórðardóttur forstöðumanni á viðskiptalausasviði Advania.
Þau Högni Hallgrímsson fjölluðu um skýjavæðingu bókhaldskerfa í Fréttablaðinu á dögunum og sögðu frá þeim ótal kostum sem fylgja því að keyra slík kerfi í skýi.
„Skýið er orðið þroskað og maður finnur að flestir hafa áttað sig á að þar liggur framtíðin. Í dag snýst samtalið ekki lengur um hvort fyrirtæki eigi að fara í skýjalausn, enda fáir sem finna rökrétt svör við spurningunni „Af hverju ætti ég EKKI að vera í skýinu?“ segir Sigríður.
Yfir 200 viðskiptavinir Advania eru með bókhaldskerfi í skýinu og uppfærast mánaðarlega án þess að þurfa að hafa áhyggjur af niðritíma, bakreikningum eða áætlunum sem standast ekki.
Viðskiptakerfi Advania eru aðgengileg hvar og hvenær sem er, og á hvaða tæki sem viðskiptavinir kjósa að nota; tölvu, spjaldtölvu eða síma.
„Í fyrstu gætu menn haldið að það sé ekki svo mikill munur á að vera í skýinu en þegar maður fer að skoða kostina hrannast þeir upp. Kerfið keyrir í skýinu hjá Microsoft sem þýðir að það er alltaf aðgengilegt, hvar og hvenær sem er, og uppitíminn er hátt í 100 prósent,“ segir Högni og bendir á að öryggið sé einnig veigamikill þáttur.