08.03.2024

eya – Þinn prívat ChatGPT frá Advania

eya er ný gervigreindarlausn frá Advania, sem byggir á GPT-4 mállíkaninu frá OpenAI. Spunagreindarlausnin talar íslensku og ensku og gerir fólki kleift að nýta gögn á öruggan og hagnýtan hátt.

eya nýtir nýjustu tækni til að veita nákvæm og viðeigandi svör og skilur líka flóknar skipanir og heldur þræði sem uppfærist þegar undirliggjandi gögn breytast.

Þegar íslensk fyrirtæki innleiða eya er spunagreindarlausnin alfarið í umhverfi fyrirtækisins. Öll gögn eru hjúpuð trúnaði og geymd í hýsingarumhverfi viðkomandi fyrirtækis – engum gögnum er deilt á netinu eða með OpenAI. Gögnin eru heldur ekki notuð til að þjálfa líkön eða bæta þjónustuna og haldast því örugg.

„Við höfum unnið hörðum höndum að þessu verkefni og ég veit að lausnin mun gagnast okkar viðskiptavinum og gæða gögn þeirra nýju lífi. Þetta geta þau nú gert, fullviss um öryggi sinna gagna.  Fyrirtæki geta nú nýtt þessa krafta til að fá nýtt og öflugt innsæi í eigin rekstur til að efla nýsköpun og tækifæri,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Notkun almenna ChatGPT á internetinu getur haft för með sér verulega viðskiptaáhættu. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að öll þau gögn sem almenna ChatGPT vinnur á eru notuð til að þjálfa líkönin enn frekar og þar með eru þau orðin opin á internetinu. Þess vegna hafa mörg fyrirtæki lagt bann við notkun ChatGPT á viðkvæm gögn.

eya leggur sérstaka áherslu á að vernda inntak samtala og öll viðkvæm gögn sem notendur setja í lausnina,  Upplýsingar eru dulkóðaðar og ströng öryggisstefna Advania tryggir að allar upplýsingar eru öruggar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði.

„Ég er ótrúlega stolt af starfsfólkinu okkar og eya er flott lausn sem byggir á GPT-4 mállíkaninu frá OpenAI. Við lögðum upp með að vera með einfalda og hagnýta lausn sem auðvelt er að innleiða og skapar fljótt virði fyrir notendur,“ segir Sigríður Sía Þórðardóttir framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.