eya – Þinn prívat ChatGPT frá Advania
eya er ný gervigreindarlausn frá Advania, sem byggir á GPT-4 mállíkaninu frá OpenAI. Spunagreindarlausnin talar íslensku og ensku og gerir fólki kleift að nýta gögn á öruggan og hagnýtan hátt.
„Við höfum unnið hörðum höndum að þessu verkefni og ég veit að lausnin mun gagnast okkar viðskiptavinum og gæða gögn þeirra nýju lífi. Þetta geta þau nú gert, fullviss um öryggi sinna gagna. Fyrirtæki geta nú nýtt þessa krafta til að fá nýtt og öflugt innsæi í eigin rekstur til að efla nýsköpun og tækifæri,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.
Notkun almenna ChatGPT á internetinu getur haft för með sér verulega viðskiptaáhættu. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að öll þau gögn sem almenna ChatGPT vinnur á eru notuð til að þjálfa líkönin enn frekar og þar með eru þau orðin opin á internetinu. Þess vegna hafa mörg fyrirtæki lagt bann við notkun ChatGPT á viðkvæm gögn.
eya leggur sérstaka áherslu á að vernda inntak samtala og öll viðkvæm gögn sem notendur setja í lausnina, Upplýsingar eru dulkóðaðar og ströng öryggisstefna Advania tryggir að allar upplýsingar eru öruggar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði.
„Ég er ótrúlega stolt af starfsfólkinu okkar og eya er flott lausn sem byggir á GPT-4 mállíkaninu frá OpenAI. Við lögðum upp með að vera með einfalda og hagnýta lausn sem auðvelt er að innleiða og skapar fljótt virði fyrir notendur,“ segir Sigríður Sía Þórðardóttir framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.