Morgunverðarfundur Advania og Genesys í höfuðstöðvum Arion banka
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna
Titillinn endurspeglar þá þróun sem á sér stað í bankaþjónustu þar sem sífellt færri þurfa að mæta í útibú – flest er hægt að leysa í gegnum öpp, vefsíður og samskiptaver. Fundurinn vakti mikla athygli og mætingin var frábær – um 100 skráðir þátttakendur komu saman til að fræðast, tengjast og deila reynslu. Genesys samfélagið á Íslandi heldur áfram að stækka og það er ljóst að sífellt fleiri fyrirtæki sjá mikilvægi þess að vera með á nótunum þegar kemur að nýjustu lausnum í þjónustu og samskiptum. Með ört vaxandi möguleikum gervigreindar og sjálfvirkni í þjónustukerfum er lykilatriði að fylgjast með þróuninni og nýta tæknina til að bæta upplifun viðskiptavina og starfsfólks.
Roadmap og reynslusögur
Joakim Skalberg frá Genesys fór yfir helstu strauma í Customer Experience (CX) og hvernig Agentic AI er að umbreyta þjónustuumhverfinu. Hann kynnti einnig nýjustu upplýsingar úr vörukorti (Roadmap) Genesys og sýndi lifandi kynningu á nýju viðmóti kerfisins. Þar kom skýrt fram hvernig kerfið getur aðstoðað þjónustufulltrúa við að leysa mál hratt og örugglega, auk þess sem það einfaldar flokkun og eftirfylgni á fyrirspurnum viðskiptavina.
Fulltrúar frá Arion banka og Verði – Anton Bjarnason, Guðrún Elín Ingvarsdóttir, Hólmgeir Hólmgeirsson og Adele Alexandra Bernabe Pálsson – deildu sinni vegferð með Genesys kerfið. Sérstaklega var fjallað um hvernig innleiðing á Workforce Management hefur breytt verklagi til hins betra. Með betri yfirsýn, einfaldari mönnun og aukinni starfsánægju hefur þjónustan tekið stakkaskiptum.
Arion banki kynnti einnig spennandi tilraunaverkefni þar sem unnið er að því að greina og flokka símtöl sjálfkrafa með aðstoð gervigreindar – verkefni sem lofar góðu fyrir framtíðina og getur haft veruleg áhrif á skilvirkni og þjónustugæði.
Gestir fengu léttar veitingar og voru leystir út með árlegum Genesys bangsa – í ár klæddur í hvíta peysu – sem vakti mikla lukku. Við þökkum Arion banka kærlega fyrir að taka vel á móti okkur!
Eigum við að spjalla saman?
Genesys kerfið er í sífelldri þróun og með gervigreindina að vopni er framtíðin björt. Greiningaraðilar á borð við Gartner hafa ítrekað nefnt Genesys sem leiðandi í Contact Center as a Service (CCaaS) og gervigreindarlausnum fyrir þjónustumiðstöðvar. Þeir sem vilja vera í fremstu röð í þjónustuupplifun ættu að fylgjast vel með þessari þróun.
Við erum alltaf til í samtal ef þú vilt vita meira um Genesys eða aðrar samskiptalausnir.