Margt var um manninn í Guðrúnartúninu

31.05.2024

Frábær Dótadagur með Yealink

Á dögunum vorum við svo heppin að fá til landsins sérfræðing frá höfuðstöðvum Yealink. Hann Lucian Liu er Senior Solution Architect hjá fyrirtækinu, og við höfum unnið mjög náið með undanfarin ár í tengslum við Yealink fjarfundabúnaðinn.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Að þessu tilefni slógum við í dótadag í Guðrúnartúninu þar sem Lucian fór yfir það nýjasta nýtt. Hann sýndi meðal annars glænýjan Teams MTR búnað MVC S40 en þessi all in one búnaður byggir á nýjustu tækni og er tilbúin undir næstu skref í gervigreind í fundaherbergjum. Það var frábær mæting og góð stemning, enda alltaf gaman að skoða nýtt dót.  
Einnig sýndum við nýja hljóðnema í loft CM20 og loft hátalara CS10 en við hjá Advania höfum nú þegar tekið þennan búnað í notkun hjá okkur og lofar hann góðu.

Að lokum var kynnt sérstakt Trade in tilboð sem gildir til 1. ágúst. Þannig að ef þú ert með fjarfundabúnað sem þú vilt skipta út, hafðu endilega samband á sala@advania.is og við könnum hvort þetta tilboð henti þér.

Eigum við að spjalla saman?

Við þekkjum flest að í dag er komin krafa um að allir fundir geti verið í fjarfundir - nánast úr hvaða rými sem er. Yealink er með lausnir fyrir öll rými og við erum glöð að geta aðstoðað vinnustaði af öllum stærðum og gerðum í nútímavæðingu fundarrýma þeirra.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.