Margt var um manninn í Guðrúnartúninu

Blogg - 31.5.2024 11:01:12

Frábær Dótadagur með Yealink

Á dögunum vorum við svo heppin að fá til landsins sérfræðing frá höfuðstöðvum Yealink. Hann Lucian Liu er Senior Solution Architect hjá fyrirtækinu, og við höfum unnið mjög náið með undanfarin ár í tengslum við Yealink fjarfundabúnaðinn.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Að þessu tilefni slógum við í dótadag í Guðrúnartúninu þar sem Lucian fór yfir það nýjasta nýtt. Hann sýndi meðal annars glænýjan Teams MTR búnað MVC S40 en þessi all in one búnaður byggir á nýjustu tækni og er tilbúin undir næstu skref í gervigreind í fundaherbergjum. Það var frábær mæting og góð stemning, enda alltaf gaman að skoða nýtt dót.  
Einnig sýndum við nýja hljóðnema í loft CM20 og loft hátalara CS10 en við hjá Advania höfum nú þegar tekið þennan búnað í notkun hjá okkur og lofar hann góðu.

Að lokum var kynnt sérstakt Trade in tilboð sem gildir til 1. ágúst. Þannig að ef þú ert með fjarfundabúnað sem þú vilt skipta út, hafðu endilega samband á sala@advania.is og við könnum hvort þetta tilboð henti þér.

Eigum við að spjalla saman?

Við þekkjum flest að í dag er komin krafa um að allir fundir geti verið í fjarfundir - nánast úr hvaða rými sem er. Yealink er með lausnir fyrir öll rými og við erum glöð að geta aðstoðað vinnustaði af öllum stærðum og gerðum í nútímavæðingu fundarrýma þeirra.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.