Valeria er forstöðumaður hjá sérlausnasviði Advania.

30.05.2024

Frábær lausn þegar fyrirtæki þurfa tímabundna þekkingu til að klára verkefni

„Liðsauki er þjónusta sem við bjóðum upp á og snýst í grófum dráttum um að fá auka hendur inn í verkefni sem eru í gangi hjá viðskiptavinum,“ segir Valeria Rivina Alexandersdóttir forstöðumaður hjá sérlausnasviði Advania.

Liðsauki er alhliða þjónusta sem Advania býður upp á í vefþróun. Viðskiptavinir geta þar nýtt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu okkar sérfræðinga til að koma stafrænum verkefnum í höfn og beint kröftunum þangað sem þá vantar.

„Þetta getur verið allt frá því að halda vinnustofur eða gera greiningar yfir í verkefnastjórnun eða hugbúnaðarþróun. Við erum með allan skalann af sérfræðingum á þessu sviði og getum stutt enn betur við okkar viðskiptavini með þessum hætti“
Hjá Advania starfa yfir 600 sérfræðingar svo þekkingin í húsi er gríðarlega mikil. Með þessari lausn nýtist einstaklega vel sú reynsla sem starfsfólkið hefur.

„Það sem við höfum verið að gera með viðskiptavinum er í raun að taka samtalið og finna út hvar þörfin er. Í kjölfarið gerum við samning sem unnið er út frá.“  Tímalengd og umfang verkefnanna er auðvitað mismunandi. Þá getur líka verið breytilegt hversu mörg stöðugildin eru. Allt byggist þetta þó á trausti og góðu samstarfi. Í samningunum er sérstaklega tekið fram að báðir aðilar virði alla ráðningarsamninga og eru fyrirtæki því ekki að reyna að halda starfsfólki umfram samningstíma eða neitt slíkt.

„Ég þekki þetta vel sjálf hafandi verið hinum megin við borðið sem stjórnandi, að maður er oft með ákveðin verkefni með ákveðnum tímafrest og þá kemur upp óvænt vandamál sem þarf að leysa. Ef þekking og hæfni til þess er ekki til staðar innan vinnustaðarins þá stendur þú frammi fyrir þeirri ákvörðun að fara í í kostnaðarsamt ráðningarferli eða að senda starfsfólk á námskeið og í þjálfun sem tekur líka tíma, eða þá að leysa þetta öðruvísi. Í mörgum tilfellum getur nefnilega lærdómskúrvan verið ansi brött og þú sem stjórnandi hefur ekki endilega tíma eða vilt ekki leggja í þessa fjárfestingu sérstaklega ef þú sérð ekki not fyrir þekkinguna í framtíðinni,“ útskýrir  Valeria. „Það er þá sem viðskiptavinir heyra í okkur hjá Advania, því þau vita að við erum með þessa sérfræðinga og geta sent aðila strax. Þú getur brugðist miklu hraðar við.“ 
Sparar þetta því bæði tíma og fyrirhöfn og að auki er kostnaðurinn við þetta mun minni.

„Þegar þú ferð að ráða inn í einhverja tímabundna þörf þá stendur þú líka frammi fyrir því að þurfa að segja fólki upp og það er bæði sársaukafullt og kostnaðarsamt. Þessi þjónusta er því í raun að brúa þetta bil.“

Valeria segir að það sé mikið virði í þessari þjónustu fyrir viðskiptavinina.

„Sum verkefni eru þannig að þú þarft mismunandi þekkingu yfir mismunandi tímabil. Þessir samningar virka þannig að viðskiptavinir geta sagt „Heyrðu nú vantar mig verkefnastjóra“ eða „Nú vantar mig forritara“ og segjum svo að eftir tvo mánuði vantar þeim framendaforritara en ekki bakendaforritara, þá er gott að hafa þennan sveigjanleika.“ Þessari leið fylgi margir kostir.

„Þegar þú ert með starfsmann þá koma upp sumarfrí og veikindi og annað sem þú þarft að greiða sem launagreiðandi en þegar þú ert að kaupa þessa þjónustu þá ertu í rauninni bara að kaupa framlagið. Ef starfsmaður er veikur þá ert þú ekki að borga fyrir veikindadaginn, við sjáum um það.“

Advania fékk góð viðbrögð við þessari lausn strax frá upphafi og eru margir viðskiptavinir sem nýta sér Liðsauka.

„Við erum til dæmis með viðskiptavini sem hafa verið með þessa þjónustu til fjölda ára hjá okkur og skipta reglulega út fólki út frá verkefnastöðu.“

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.