Úr sýningarrýminu í Guðrúnartúni 10

Blogg - 10.5.2024 09:47:30

Gagnvirkir skjáir og upplýsingaskjáir

Advania hefur um árabil verið ráðgefandi söluaðili á skjáum í öllum stærðum og gerðum hvort sem það er á skrifborðið, fundarherbergið eða í kennslustofuna.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Helstu merkin hafa verið Dell, Samsung og iiyama. Við höfum verið að efla samstarfið við iiyama og nú er svo komið að Advania er með Gullstöðu hjá bæði Samsung og iiyama sem bæði eru hágæða merki þegar kemur að skjáum. Það er mjög mikilvægt að velja rétt þegar kemur að vali á skjáum út frá notkun, birtustigi, glampa og útliti.

Gagnvirkir iiyama skjáir

Nú erum við mjög spennt fyrir frábærum gagnvirkum skjá frá iiyama sem er á verðum sem ekki hafa sést á þessum markaði fram til þessa. Við teljum þetta vera byltingu fyrir menntastofnanir og fyrirtæki sem nota teiknitöflur. 
iiyama skjáirnir eru hannaðir fyrir langan líftíma og á þeim er sérstök glampavörn (non-glare) og gott birtustig fyrir björt rými. Þar að auki fylgja með skýjalausnir til þess að stjórna skjáunum. Svo er ótrúlega auðvelt að deila skjá þráðlaust frá tölvum, spjaldtölvum eða símum með Miracast, Apple Airplay, Google Cast eða iiyama Share appinu. Með framúrskarandi lausn er svo hægt að fá öll skjöl frá One Drive eða Google Drive upp á skjáinn með því að skanna QR kóða. Hér er sjón sögu ríkari.

Kíktu í kaffi

Við höfum nú sett upp sérstakt rými í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni til þess að sýna þessa snilld. Við viljum bjóða ykkur í heimsókn og þiggja frábæran kaffibolla á kaffihúsinu okkar í leiðinni.

Sjáðu lausnirnar hér: Gagnvirkir Skjáir

Hafðu samband til þess að fá hreint ótrúlegt kynningarverð, svo ótrúlegt að það er ekki birtingarhæft í vefversluninni 👀

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.