Gervigreind og viðskiptatengsl (CRM) – Hvernig getur gervigreind aðstoðað þig að efla tengingu við viðskiptavini?
Það hefur vart farið fram hjá neinum sú umfjöllun um gervigreind og áhrifin sem hún mun hafa á atvinnulíf og samfélag. Fjölmörg fyrirtæki keppast nú um að fá sem mest úr gervigreind með því að þróa nýjar tæknilausnir en einnig betrumbæta lausnir sem eru nú þegar til og víða notaðar. Þetta á ekki síst við viðskiptatengslakerfi eða CRM kerfi.
Tómas Gunnar Thorsteinsson
CRM stendur fyrir Customer Relationship Management og hefur notkun á CRM kerfum á Íslandi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, og hlutfallslega meira hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Fyrirtæki hafa séð virði þess að færa samskiptasögu og yfirsýn viðskiptavina úr Excel skjölum og hugum starfsmanna inn í miðlæg og örugg kerfi þar sem teymi geta unnið saman að betri þjónustu, sölu og markaðssetningu.
En hvernig getur gervigreind gert CRM að betra tóli? Við hjá Advania höfum verið í ráðgjöf fyrir Salesforce CRM síðan 2018 og finnum fyrir miklum áhuga á gervigreind og CRM frá okkar viðskiptavinum. Hérna eru nokkur dæmi:
Sjálfvirk flokkun á beiðnum og málum
Einstein er virkni í Salesforce sem getur greint texta úr beiðnum sem koma inn og flokkað beiðnir svo þær fara á viðeigandi starfsmann eða teymi.
Tillögur um úrlausn mála
Hægt er að fletta í starfsmannahandbókinni á þínum vinnustað inn í þekkingargrunn Salesforce en einnig koma sjálfvirkar tillögur um úrlausn mála úr þekkingargrunninum þegar starfsmenn eru að vinna í málum.
Sparaðu þér handtökin í sölunni
Auðveldlega er hægt samstilla tölvupóst og dagatal inn í Salesforce þannig að viðeigandi upplýsingar um sölumál vistast á réttum stað án þess að starfsmenn þurfa að skrifa þær inn. Einnig getur Einstein greint hvaða sölutækifæri eru líklegust til að loka og komið með tillögur að næstu skrefum.
Að auki er Einstein Copilot sjálfvirkni í Salesforce sem er komin út í beta-útgáfu og væntanlegt á fleiri tungumálum en ensku. Með Copilot er hægt að búa til verkferla og flæði inn í Salesforce einfaldlega með því að skrifa á textaformi hvaða vandamál þú vilt leysa. Einnig getur Copilot lesið úr öllum þeim gögnum aftur í tímann inn í Salesforce og búið til tillögur og svör byggt á spunagreind. Notendur geta þannig spurt Copilot út í gögnin og tekið snjallari ákvarðanir um þjónustu-, sölu- og markaðsmál. Einnig gæti lausnin gert tillögur að tölvupóstum til að svara viðskiptavinum.
Það er lítill vafi að gervigreind mun efla CRM kerfi á næstu misserum og verður spennandi að fylgjast með fleiri nýjungum og áskorunum sem það mun leysa.