Blogg - 8.9.2025 12:00:00

Gervigreind Verkada gegn þjófnaði í verslunum

Það var líf og fjör á Haustráðstefnu Advania þar sem Verkada var bæði með hliðarviðburð og sýningarbás og fengu gestir tækifæri til að kynnast lausninni og sjá hvernig gervigreindin nýtist í öryggis- og rekstrarvöktun.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Lausnin vakti mikla athygli. Sérstaklega fyrir einfaldleika í rekstri og hvernig hún nýtir gervigreind til að greina hegðun, bregðast við atvikum og viðbragð í rauntíma.

Á ráðstefnunni var einnig frumsýnt myndband sem var gert í samstarfi við Samkaup. Þar var sýnt hvernig Verkada lausnin er nú sett upp í nokkrum Nettó verslunum til að sporna við þjófnaði sem hefur því miður aukist verulega í verslunum að undanförnu. Lausnin býður upp á snjalla myndavélatækni, aðgangsstýringu og greiningar sem gera starfsfólki kleift að bregðast hratt og örugglega við.

Þjófnaður í verslunum er vaxandi áskorun og hefur áhrif á bæði rekstur og starfsfólk. Því er mikilvægt að verslanir geti nýtt sér nútímalausnir til að verjast þessum vanda. Verkada býður upp á samþætta og notendavæna lausn sem getur skipt sköpum í baráttunni gegn tjóni og óöryggi.

Við hjá Advania erum alltaf tilbúin í fundi með nýjum viðskiptavinum sem vilja kynna sér Verkada lausnina nánar – hvort sem það er fyrir verslanir, skrifstofur eða aðra starfsemi þar sem öryggi og yfirsýn skipta máli.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.