15.04.2024

H3 bætir vinnulag og skapar meiri tíma

Öll sem sinna launavinnslu vilja auka skilvirkni við að borga rétt laun með öflugum vinnslum, sveigjanlegri skýrslugerð og greiningum. Með því spara notendur tíma.  Markmið allra er að greiða rétt laun og á réttum tíma. Í þessu bloggi fer Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3, yfir leiðir sem spara tíma og vinnu fyrir notendur með vinnslum greiningum og villuprófunum sem er hægt að nýta sér.

Berglind Lovísa Sveinsdóttir
vörustjóri H3

Góð yfirsýn með hagnýtum greiningum

H3 launakerfið býður upp á ýmis verkfæri sem allir hagsmunaaðilar og notendur geta nýtt sér í sínum greiningum. Það er gríðarlega mikilvægt, hvort sem um ræðir launasérfræðinga, mannauðssérfræðinga, stjórnanda eða fjármálastjóra að hafa þau verkfæri við hendurnar sem geta nýst til að taka út lykilupplýsingar um stærsta kostnaðarlið launagreiðanda hverju sinni.

Mikilvægi góðra greininga og afstemminga getur leitt til aukinnar hagræðingar, nákvæmri skráninga launa, öruggari afstemminga og réttari greiðslna.

H3 býður upp á tilbúnar skýrslur, fyrirspurnir, greiningarteninga, OLAP teninga og Power BI. Í raun það verkfæri sem hentar hverjum og einum notanda.

Vinnslur sem bæta vinnulag

Afturvirkar launaleiðréttingar eru gagnlegar vinnslur og nýtast sérstaklega vel í launavinnslunni nú þegar nýir kjarasamningar hafa verið undirritaðir.

Með vinnslunni eru laun leiðrétt og skráðar færslur úr völdum útborgunum eru sóttar og settar í mínus og nýjar upplýsingar sóttar fyrir plúsfærsluna. Þannig er hægt að rekja leiðréttinguna, færslu fyrir færslu.

Fyrir betri yfirsýn og tímasparnað er hentugt að nýta vinnsluna þannig að færslurnar flytjast í bunkaskráningu. Þá er hægt að sjá og yfirfara allar leiðréttingafærslur á alla starfsmenn á einum stað og hægt að bæta við eða fella út færslur áður en þær eru settar í „Skrá tíma og laun“ í kerfinu.

Önnur vinnsla í H3 sem einfaldar vinnu notenda er fyrir Hækkanir. Þar geta notendur  skilgreint forsendur hækkana á launatöflu og keyrt reglulegar hækkanir. Sem dæmi má nefna Orlofsflokkahækkanir, en þá hækkar aðgerðin orlofsupplýsingar, miðað við starfsaldur og/eða lífaldur starfsfólks.

Notendur geta alltaf skoðað tillögu hækkana áður en hækkun er svo framkvæmd.

Einnig er hægt að keyra Launaflokkahækkanir og Þrepahækkanir miðað við skráðar forsendur á launatöflur.

Í kjarasamningum stéttarfélaga er ákvæði um orlofs og desemberuppbætur, sem samið er um fyrir hvert ár.

Upphæðir uppbóta eru mismunandi eftir stéttarfélögum og þarf að kynna sér forsendur og upphæðir fyrir hvert stéttarfélag fyrir sig.

Vinnslan Reikna uppbætur léttir vinnu notenda með því að skrá forsendur á hverja launatöflu fyrir sig. Þannig reiknar kerfið hlutfallslega rétta upphæð, miðað við þau réttindi sem starfsmaður hefur áunnið sér.

Færri handtök með meiri sjálfvirkni

Hægt er að nýta ýmsar villuprófanir á meðan launavinnslu stendur og áður en útborgun er lokað.

Með aðgerðunum Sannreyna bankaupplýsingar, Skilagrein lífeyrissjóða og Skilagrein RSK þá geta notendur sparað gífurlegan tíma í leiðréttingum og samskiptum með því að keyra þessar aðgerðir reglulega til að fá upplýsingar til baka um athugasemdir. Fyrirspurnirnar koma með svör um niðurstöðu sendingar á villuprófunum.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.