02.09.2022

Innblástur um tækifæri með tækni

Haustráðstefna Advania hefur verið haldin árlega frá því fyrir síðustu aldarmót. Lengst af var hún á Hótel Nordica en var svo færð í Hörpu þar sem við hittumst síðast árið 2019. Síðustu tvö ár hefur ráðstefnan verið stafræn í ljósi samkomutakmarkana. Síðan þá hefur hún fimmfaldast í stærð og hafa ráðstefnugestir verið um 5.000. Ánægja gesta hefur einnig aukist til muna.

En hvernig má það vera að mælanlegur munur er á ánægju ráðstefnugesta síðustu tveggja ára og árin þar á undan?

Draga má þá ályktun að aðgengi að stórum viðburðum voru færri en ella á meðan á samkomubanni stóð. Fólk var ánægt að geta sótt fræðslu og innblástur, þó það sæti heima í stofu. Það má einnig draga þá ályktun að þar sem fjöldi gesta fimmfaldaðist, þá bauðst fleiri gestum tækifæri til að fylgjast með ráðstefnu þar sem mikill metnaður er lagður í gæði fyrirlesara, fjölbreytt viðfangsefni og ánægjulega upplifun. Ráðstefnan var einnig gestum að kostnaðarlausu.  

Með því að taka mið af árangri síðustu tveggja ára þá kom ekkert annað til greina en að halda áfram að byggja ofan á fyrri reynslu. Í ár ætlum við því að færa Haustráðstefnuna í blandað ráðstefnufyrirkomulag. Vera á stafrænu formi og taka á móti gestum í Hörpu. Ráðstefnan spannar tvo daga en gestum gefst kostur á að skrá sig í sæti í Eldborgarsal og hlýða á lokahnykk ráðstefnunnar.  

Þar er þó takmarkað sætaframboð í boði. Aðrir sem búsettir eru erlendis, utan höfuðborgarsvæðisins eða þykir leiðinlegt að keyra í miðbæinn, geta fylgst með beinni útsendingu ráðstefnunnar. Þið ykkar sem eruð upptekin 8. og 9. september getið horft á upptökur síðar.

Afhverju á ég að mæta í ár?

Við erum með frábæra dagskrá sem svíkur engan. Við ætlum að fjalla um öryggismál, deep fake, gagnavísindi, nýja viðskiptahætti, UX og UI, stóru uppsögnina, jafnrétti og mikilvægi fjölbreytileika. Við heyrum frá frumkvöðlum, framkvæmdastjórum, sérfræðingum og allskonar fólki úr atvinnulífinu. Við heyrum af nýrri og ekki svo nýrri tækni, sögur af ótrúlegum aðstæðum sem fæst okkar munu nokkru sinni lenda í og spennandi pælingum um framtíðina.  

Hér fyrir neðan eru nokkrir fyrirlesarar sem ég hvet þig til að horfa á. Nánari upplýsingar um dagskrána finnur þú á ráðstefnuvefnum. Það kostar ekkert að fylgjast með, eina sem þú þarft að gera er að skrá þig!

Nicole Perlroth fjallar um hvernig þjóðir heimsins nýta tækni til eftirlits, njósna og skemmdarverka eftir hið svokallaða póst-Stuxnet tímabil. Perlroth hefur leitt netöryggisumfjöllun The New York Times í áratug og er höfundur metsölubókarinnar This Is How They Tell Me The World Endes.

Árni Arnþórsson segir frá því hvernig vinnustaður hans, ameríski háskólinn í Kabúl, neyddist til þess að eyðileggja innviði sína, flýja land og rísa upp á ný eftir að Talibanar komust til valda.

Steinunn Gróa Sigurðardóttir segir frá hvernig megi valdefla fólk með alvarlega geðsjúkdóma með því að gefa þeim greiðari aðgang að upplýsingum um eigin heilsu í gegnum gagnasöfnun með snjallúri og appi.

Hlakka til að sjá ykkur,  

Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri.

Skrá mig á ráðstefnuna

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.