Kristján Aðalsteinsson á ferðaþjónustuviðburði í höfuðstöðvum Advania í síðasta mánuði.

Fréttir - 3.4.2025 17:18:42

Innsýn í einfalda og snjalla bókunarvél

Á þriðjudag bjóðum við á opinn veffund þar sem við skyggnumst betur inn í bókunarlausnina okkar Liva.

Á veffundinum verður farið yfir helstu eiginleika lausnarinnar, hvernig hún getur einfaldað bókunarferli og stutt við betri yfirsýn og rekstur fyrirtækja.

Liva er bókunarlausn sem var þróuð af Advania til að mæta þörfum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um er að ræða skýjalausn sem er einföld í uppsetningu og skalast auðveldlega með viðbótum innan kerfisins.

Kristján Aðalsteinsson viðskiptaráðgjafi hjá hugbúnaðarlausnum Advania ætlar að setjast niður með Jóni Heiðari Sigmundssyni, hugbúnaðarsérfræðingi hjá Advania og fara yfir notkun og innleiðingu á bókunarlausninni.

Á morgunverðarfundinum Tækni og straumar í ferðaþjónustu í síðasta mánuði kynntum við þróunina á Liva en nú ætlum við að kafa enn dýpra. Veffundurinn hentar bæði núverandi og framtíðar notendum Liva sem vilja fá betri innsýn í möguleikana sem lausnin býður upp á.

Betri yfirsýn

Í Liva heldur þú utan um öll aðföng eins og starfsfólk, búnað og tæki sem þarf til að veita þjónustuna þína. Einnig hefur kerfið góðar samþættingar við bókhaldskerfi og tengingar við SMS þjónustur og önnur markaðstól.

Fyrirsjáanlegur kostnaður

Notendur Liva hafa meiri fyrirsjáanleika í rekstrarkostnaði þar sem boðið er upp á fastar áskriftir og engin prósenta er tekin af bókunartekjum. Auðvelt er að breyta áskriftum eftir þörfum, Liva vex því með þér.

Þægilegar áskriftaleiðir

Veldu þá leið sem hentar þínum rekstri alveg sama hvort þú sért komin langt eða stutt í þinum rekstri. Alltaf er hægt að bæta við tengingum óháð áskrift.

Þróað með ferðaþjónustunni

Ágúst Elvarsson rekstrarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni með okkur frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum. Hér fyrir neðan má heyra reynslu Ágústs af Liva.

Fleiri fréttir

Blogg
29.07.2025
Á vinnumarkaði þar sem kröfur um sveigjanleika, mannlega leiðtoga og sálfræðilegt öryggi aukast stöðugt, skiptir ekki lengur máli bara hvernig við tengjumst starfsfólki heldur einnig hversu reglulega. Breyttar væntingar og nýjar kynslóðir kalla á meðvitaða og mannlega forystu þar sem traust, vellíðan og raunveruleg tenging er í forgrunni. Við hjá Mannauðslausnum Advania áttum spjall við Helenu hjá Mental um hvað hefur reynst vel í góðum stjórnendatakti þar sem stjórnendur eiga reglulegt samtal við sitt starfsfólk.
Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.