Kristján Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Advania á Íslandi. Mynd/Jón Snær Ragnarsson

21.11.2024

Kristján ráðinn forstöðumaður veflausna hjá Advania

Kristján Þorvaldsson hefur tekið við hlutverki forstöðumanns veflausna hjá Sérlausnum Advania. Kristján hefur mikla reynslu úr upplýsingatækni. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá sama skóla. Auk þess er Kristján vottaður IPMA verkefnastjóri á C stigi.

Kristján kemur til Advania frá Sjúkratryggingum þar sem hann starfaði sem sviðsstjóri Stafrænnar þróunar en áður starfaði hann sem upplýsingatæknistjóri hjá Lyfjastofnun. Kristján hefur einnig starfað hjá Marel, WOW Air og Orkuveitunni ásamt því að kenna verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Veflausnir Advania bjóða heildstæða þjónustu í þróun og hönnum stafrænna lausna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar má nefna ráðgjöf, greiningu, hönnun og þróun með það að markmiði að aðstoða viðskiptavini í að ná árangri á sínu sviði. Meðal verkefna eru vefverslanir, applausnir og sérsniðnar lausnir sem einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði.

„Ég er afar spenntur fyrir nýja starfinu hjá Advania. Ég hef til margra ára verið ánægður viðskiptavinur fyrirtækisins og því er einstakt tækifæri að fá að ganga til liðs við einvala lið sérfræðinga sem á hverjum degi skapa mikið virði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Framundan eru risastór verkefni sem verður gaman að vinna með frábærum viðskiptavinum okkar,“ segir Kristján.

„Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Kristján til liðs við okkur. Hann kemur inn með víðtæka reynslu úr upplýsingatækni og hefur farsællega leitt fjölbreytt stafræn verkefni fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki. Okkar viðskiptavinir munu án efa njóta góðs af þeirri reynslu sem hann býr yfir ásamt því sem hann mun styrkja okkar öfluga teymi sérfræðinga sem vinna daglega að því að skapa viðskiptavinum okkar samkeppnisforskot,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Sérlausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.