Kristján Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Advania á Íslandi. Mynd/Jón Snær Ragnarsson

21.11.2024

Kristján ráðinn forstöðumaður veflausna hjá Advania

Kristján Þorvaldsson hefur tekið við hlutverki forstöðumanns veflausna hjá Sérlausnum Advania. Kristján hefur mikla reynslu úr upplýsingatækni. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá sama skóla. Auk þess er Kristján vottaður IPMA verkefnastjóri á C stigi.

Kristján kemur til Advania frá Sjúkratryggingum þar sem hann starfaði sem sviðsstjóri Stafrænnar þróunar en áður starfaði hann sem upplýsingatæknistjóri hjá Lyfjastofnun. Kristján hefur einnig starfað hjá Marel, WOW Air og Orkuveitunni ásamt því að kenna verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Veflausnir Advania bjóða heildstæða þjónustu í þróun og hönnum stafrænna lausna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar má nefna ráðgjöf, greiningu, hönnun og þróun með það að markmiði að aðstoða viðskiptavini í að ná árangri á sínu sviði. Meðal verkefna eru vefverslanir, applausnir og sérsniðnar lausnir sem einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði.

„Ég er afar spenntur fyrir nýja starfinu hjá Advania. Ég hef til margra ára verið ánægður viðskiptavinur fyrirtækisins og því er einstakt tækifæri að fá að ganga til liðs við einvala lið sérfræðinga sem á hverjum degi skapa mikið virði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Framundan eru risastór verkefni sem verður gaman að vinna með frábærum viðskiptavinum okkar,“ segir Kristján.

„Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Kristján til liðs við okkur. Hann kemur inn með víðtæka reynslu úr upplýsingatækni og hefur farsællega leitt fjölbreytt stafræn verkefni fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki. Okkar viðskiptavinir munu án efa njóta góðs af þeirri reynslu sem hann býr yfir ásamt því sem hann mun styrkja okkar öfluga teymi sérfræðinga sem vinna daglega að því að skapa viðskiptavinum okkar samkeppnisforskot,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Sérlausna Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.