28.08.2024

Kynntu þér allt sem Haustráðstefna Advania hefur upp á að bjóða

Nú er aðeins vika í þrítugustu Haustráðstefnu Advania. Yfir þrjátíu fyrirlesarar stíga á svið á vefráðstefnunni 4. september og á aðaldagskránni í Hörpu 5. september. Einnig bjóðum við upp á hliðarviðburði þessa daga sem eru opnir öllum sem skrá sig og þarf ekki að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta. Hægt er að kynna sér alla dagskrána á vef ráðstefnunnar.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Vefdagskrá 4. september

Vefhluti ráðstefnunnar fer fram miðvikudaginn 4. september frá kl. 10 til 15 og er frábær upphitun fyrir aðaldagskrá Haustráðstefnunar í Hörpu. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara flytur erindi um gervigreind, öryggismál, sjálfbærni og fleira.

Fyrirlestrarnir fara fram í beinu streymi og eru aðgengilegir öllum sem skrá sig á haustráðstefnuvefnum. Þegar þú hefur skráð þig inn á ráðstefnuvefinn getur þú sett saman þína eigin dagskrá. Þú getur þá raðað saman því sem þér þykir áhugaverðast í dagskránni; hvort sem það er á vefdagskrá, Hörpu eða hliðarviðburðum.

Þar verður meðal annars fjallað um netógnir, gervi-list, dýrkeyptar lexíur, ábyrgð stjórnenda, gervigreind, sjálfbærni og upplýsingatækni, grænt forskot, öryggismál og fleira.

Hliðardagskrá 5. september

Samhliða aðaldagskrá í Hörpu munu fara fram hliðarviðburðir Í Kaldalóni og Rímu í Hörpu. Ekki þarf að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta á þessa viðburði en þó er nauðsynlegt að skrá sig.

Líkt og á hverju ári höldum við sérstakan viðburð fyrir konur í tækni á Haustráðstefnunni. Í ár fer hann fram 4. september frá 16-18 í Björtuloftum í Hörpu. Hlustaðu á reynslusögur úr tæknigeiranum og náðu þér í innblástur fyrir haustið. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Dell Technologies og NVIDIA og skráning er hafin.

Tveir Oracle viðburðir fara fram þann 5. september í Hörpu. Annars vegarum og hins vegar um öryggismál og hins vegar sjálfbærni og gervigreind. Koma þar fram bæði fyrirlesarar frá Advania og Oracle.

Dell Technologies og NVIDIA eru á leiðinni til landsins og halda morgunverðarviðburð á Haustráðstefnunni í Hörpu 5. september þar sem gervigreind verður í forgrunni.

Það er tilvalið að byrja ráðstefnudaginn snemma á kaffi og léttum morgunmat á þessum áhugaverðu morgunviðburðum áður en dagskráin hefst á stóra sviðinu. Nánar má lesa um alla hliðarviðburði á Haustráðstefnuvefnum.

Aðaldagskrá Haustráðstefnunnar í Hörpu 5. september hefur nú þegar verið kynnt. Athugið að kaupa þarf miða á þennan hluta ráðstefnunnar. Nina Schick er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár en hún er ein af fremstu sérfræðingum heims í málefnum gervigreindar. Ekki missa af neinu á Haustráðstefnunni 2024!

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.