Fréttir - 13.8.2025 07:00:00

Kynntu þér dagskrá Haustráðstefnu Advania 2025

Haustráðstefna Advania fer fram í 31. skipti dagana 3.-4. september. Fjöldi sérfróðra erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið hjá okkur í ár. Við leggjum áherslu á gervigreind, netöryggismál, sjálfbærni og nýsköpun.

Líkt og síðustu ár er ráðstefnan tvískipt. Við byrjum á vefráðstefnu miðvikudaginn 3. september og fimmtudaginn 4. september fer svo fram aðaldagskráin í Hörpu.

Vefdagskráin er frí og opin öllum sem skrá sig en miðasala er hafin á ráðstefnudaginn í Silfurbergi Hörpu.

Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni . Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.

Í Hörpu fara líka fram áhugaverðar pallborðsumræður og fjöldi hliðarviðburða sem kynntir verða betur þegar nær dregur.

Dagskráin er nú aðgengileg á vef ráðstefnunnar. Uppselt er á viðburðinn á hverju ári en enn er hægt að nálgast miða.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá ráðstefnunni á síðasta ári.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.