Fréttir - 13.8.2025 07:00:00

Kynntu þér dagskrá Haustráðstefnu Advania 2025

Haustráðstefna Advania fer fram í 31. skipti dagana 3.-4. september. Fjöldi sérfróðra erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið hjá okkur í ár. Við leggjum áherslu á gervigreind, netöryggismál, sjálfbærni og nýsköpun.

Líkt og síðustu ár er ráðstefnan tvískipt. Við byrjum á vefráðstefnu miðvikudaginn 3. september og fimmtudaginn 4. september fer svo fram aðaldagskráin í Hörpu.

Vefdagskráin er frí og opin öllum sem skrá sig en miðasala er hafin á ráðstefnudaginn í Silfurbergi Hörpu.

Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni . Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.

Í Hörpu fara líka fram áhugaverðar pallborðsumræður og fjöldi hliðarviðburða sem kynntir verða betur þegar nær dregur.

Dagskráin er nú aðgengileg á vef ráðstefnunnar. Uppselt er á viðburðinn á hverju ári en enn er hægt að nálgast miða.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá ráðstefnunni á síðasta ári.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.