Fréttir - 13.8.2025 07:00:00

Kynntu þér dagskrá Haustráðstefnu Advania 2025

Haustráðstefna Advania fer fram í 31. skipti dagana 3.-4. september. Fjöldi sérfróðra erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið hjá okkur í ár. Við leggjum áherslu á gervigreind, netöryggismál, sjálfbærni og nýsköpun.

Líkt og síðustu ár er ráðstefnan tvískipt. Við byrjum á vefráðstefnu miðvikudaginn 3. september og fimmtudaginn 4. september fer svo fram aðaldagskráin í Hörpu.

Vefdagskráin er frí og opin öllum sem skrá sig en miðasala er hafin á ráðstefnudaginn í Silfurbergi Hörpu.

Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni . Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.

Í Hörpu fara líka fram áhugaverðar pallborðsumræður og fjöldi hliðarviðburða sem kynntir verða betur þegar nær dregur.

Dagskráin er nú aðgengileg á vef ráðstefnunnar. Uppselt er á viðburðinn á hverju ári en enn er hægt að nálgast miða.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá ráðstefnunni á síðasta ári.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.