Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar. Mynd/Baldur Kristjáns

Fréttir - 11.12.2024 06:52:27

Margrét tekur við nýju hlutverki framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Advania á Íslandi. Í þessu hlutverki mun Margrét leiða stefnumótun og framkvæmd verkefna sem snúa að vexti félagsins. Í því felst meðal annars ábyrgð á verkefnum þvert á félagið sem snúa að markaðs og sölustarfi bæði til núverandi viðskiptavina og öflun nýrra viðskiptatækifæra.

Margrét hóf störf hjá Advania árið 2018, fyrst sem forstöðukona viðskiptaþróunar rekstrarlausna. Þá fór hún fyrir mannauðslausnum félagsins um skeið, en síðustu fjögur ár var hún framkvæmdastjóri Sérlausna.

Áður en Margrét gekk til liðs við Advania var hún vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu Íslandsbanka. Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ég er mjög spennt að taka við þessu krefjandi og spennandi hlutverki og hlakka til að vinna með öllu því hæfileikaríka fólki sem starfar hjá Advania í því að ná nýjum hæðum og skapa aukin verðmæti fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Margrét.

„Með breyttu skipulagi og nýju hlutverki Margrétar er ætlunin að gera félagið beittara í því samkeppnisumhverfi sem það starfar í. Skipulag er eitt þeirra verkfæra sem stjórnendur búa yfir til að ná árangri og  þær öru breytingar sem eiga sér stað í heimi tækninnar kalla á breytt og beittara skipulag. Margrét þekkir innviði félagsins afar vel og hún á eftir að láta til sín taka í nýju hlutverki,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Svið sérlausna Advania var stofnað með það markmið að bæta vörustýringu lausna Advania og góðum árangri hefur verið náð eftir mikið umbótaferli. Með þessari breytingu munu Sérlausnir verða lagðar niður og þau svið sem tilheyrðu áður Sérlausnum; Mannauðslausnir, Veflausnir og Rafræn viðskipti, færast til Hugbúnaðarlausna og Viðskiptalausna.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.