Díana Olsen deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Mannauðslausnum Advania: Mynd/Jón Snær Ragnarsson

03.10.2024

„Mikilvægt að grípa viðskiptavinina þegar þörf er á“

„Við veitum persónulega og góða þjónustu og viljum alltaf standa fyrir framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina. Þjónustuborðið okkar er opið frá níu til fjögur og við reynum að grípa öll mál sem koma til okkar og svara þeim hratt og vel,“ segir Díana Björk Olsen deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Mannauðslausnum Advania.

„Við erum sautján í teyminu og erum með H3 launa og mannauðskerfi, Bakvörð, Vinnustund, Matráð, Samtal og Flóru. Ráðgjafar okkar hafa mjög fjölbreytta sérhæfingu og faglega þekkingu sem og dýrmæta reynslu sem gagnast okkar viðskiptavinum. Fimm verkefnastjórar sjá svo um innleiðingar á nýjum viðskiptavinum og samþættingar við okkar kerfi sem og önnur kerfi. Þetta er einstakt teymi sem vinnur ótrúlega vel saman.“

Aðspurð um algeng hrós sem deildin fái svarar Díana: „Fólk er mjög ánægt með skjót og greinargóð svör og almennt með aðstoðina sem það fær. Við erum fljót að tengjast þeirra umhverfi og getum aðstoðað fólkið með sín gögn eftir þörfum hvers og eins. Það er alltaf jafn skemmtilegt að heyra hrós um það hvað mitt teymi er frábært og hvað það er alltaf gott að leita til þeirra.“

Vilja vera skrefi á undan

Díana segir að mikilvægur hluti af þjónustunni sé að reyna að vera skrefi á undan. „Sem dæmi má nefna að þegar við sjáum út frá þjónustubeiðnum að það sé þörf fyrir frekari kennslu eða þjálfun þá höfum við samband við viðskiptavininn og bjóðum fram aðstoð þess efnis. Þannig aukum við þekkingu viðskiptavina okkar á okkar kerfum sem hefur í för með sér minnkun á handavinnu og þannig gefst meiri tíma í annað. „Við fylgjumst til dæmis með því þegar það koma inn nýir launafulltrúar hjá fyrirtækjum sem nota H3. Við viljum vera á undan að bjóða þeim stuðning, fræðslu og kennslu á kerfið og að halda í höndina á þeim á meðan þeir vinna fyrstu launavinnsluna,“ útskýrir Díana.

Efri röð frá vinstri: Diljá, Harpa, Helga, Malgorzata og Theódóra. Neðri röð frá vinstri: Lilja, Ásta, Guðlaug, Berglind, Nína og Borghildur. Mynd/Jón Snær Ragnarsson

Efri röð frá vinstri: Diljá, Harpa, Helga, Malgorzata og Theódóra. Neðri röð frá vinstri: Lilja, Ásta, Guðlaug, Berglind, Nína og Borghildur. Mynd/Jón Snær Ragnarsson

Veita meiri þjónustu þegar þörf er á

„Viðbótarþjónusta sem við höfum boðið upp á og fundið að þörf er fyrir, er stuðningur þegar veikindi og frí launafulltrúa koma upp á vinnustöðum þar sem oft enginn afleysing er. Þá höfum við stokkið inn og aðstoðað. Slíkar beiðnir hafa komið inn til okkar með mjög stuttum fyrirvara enda gera veikindi ekki alltaf boð á undan sér og höfum við séð um að greiða út laun eftir nokkra daga. Með þessu erum við að veita framúrskarandi þjónustu. Við árstíðarbundnar sveiflur veitum við meiri stuðning í launavinnslu eins og með desemberuppbót og orlof. Einnig bjóðum við upp á fjölmörg námskeið sem viðskiptavinir okkar eru duglegir að nýta sér,“ segir Díana.

„Við erum alltaf til staðar og tilbúin að aðstoða, því það er mikilvægt að grípa viðskiptavinina þegar þörf er á.“

Viðtalið birtist fyrst í Mannauðsblaði Morgunblaðsins 3. október 2024.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.