Blogg - 18.9.2025 07:00:00

Mótaðu launakerfið að þörfum fyrirtækisins!

Í síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur til mannauðsstjóra og launafólks aukast stöðugt, skiptir öllu máli að hafa aðgang að sveigjanlegum og öruggum lausnum sem einfalda daglega vinnu og eykur yfirsýnina.

Berglind Lovísa Sveinsdóttir
vörustjóri H3

Við hjá Mannauðslausnum Advania leggjum metnað okkar í að bjóða þér upp á hlaðborð af lausnum sem þú getur valið úr eftir því hvað hentar þínum rekstri best. Við leggjum mikla áherslu á að samþætta okkar kerfi við þær lausnir sem þú ert að nota í dag.

Við vitum að launin eru hjarta hvers fyrirtækis, en þau snúast um meira en tölur á launaseðli. Þau snúast um nákvæmni, traust og skilvirkni. Það er okkur hjartans mál að notendur í H3 nýti lausnina til fulls.

Með H3 förum við skrefinu lengra en að bjóða upp á kerfi sem sinnir aðeins grunnþörfum þegar kemur að launavinnslu.

Við styðjum ekki bara við launavinnsluferilinn heldur hjálpum við fyrirtækjum að tengja ferla, samþætta við aðrar lausnir á skynsamari hátt og gera þannig gögnin verðmætari fyrir notendur.

Af hverju skiptir máli að nýta lausnina til fulls?

Að vinna launin er aðeins eitt skref í launavinnsluferlinu. 
En þegar kerfið er samþætt með réttu verkfærunum margfaldast ávinningurinn:

  • Betri gagnagæði – Þegar launakerfið talar við mannauðs-, tímaskráningar- og bókhaldskerfi minnka handvirkar færslur, villur og tvíverknaður. Gögnin verða hreinlegri, hraðari og áreiðanlegri. 
  • Sveigjanleiki og val – Engin tvö fyrirtæki eru eins. Með H3 velur þú þær lausnir og samþættingar sem henta þínu fyrirtæki. 
  • Skilvirkni – Sjálfvirkni og samþættingar spara dýrmætan tíma fyrir ráðgjafa, mannauðsteymi og stjórnendur sem geta einbeitt sér að stefnumótun í stað endurtekinna verkefna sem eiga að vera sjálfvirk. 
  • Framtíðaröryggi – Þegar fyrirtækið vex tryggir sveigjanlegt kerfi, sem samþættist nýjum lausnum, að þú sért alltaf skrefinu á undan.

Krafturinn í samþættingum

Einn af stærstu styrkleikum H3 eru samþættingar. Við bjóðum upp á fjölbreyttar tengingar við helstu mannauðs-, bókhalds- og tímaskráningarkerfi. Þannig getur þú skapað launumhverfi fyrir þitt fyrirtæki sem hentar þínum þörfum. 

Dæmi um samþættingar:

  • Tengja ráðningarkerfi við launakerfið til að búa til starfsmannafærslur sjálfkrafa.
  • Samþætta við tímaskráningu til að tryggja nákvæma launavinnslu.
  • Tengja við bókhaldskerfi fyrir einfaldari skýrslugerð og samræmi. 

Því meira sem þú samþættir, því meira færð þú út úr kerfinu! Launasérfræðingar eru ekki þeir einu sem njóta góðs af heldur einnig starfsfólk fyrirtækisins og stjórnendur sem þurfa áreiðanlegar upplýsingar á réttum tíma.

Fyrir nýja notendur:

Ef þú ert að leita af mannauðs og launalausn:

  • Kannaðu hvaða samþættingar skipta þínu fyrirtæki mestu máli.
  • Fáðu bæði mannauðs- og fjármálateymi með inn í samtalið strax til að samræma ferla og greina þarfir.
  • Nýttu þér ráðgjafa okkar til að tryggja bestu starfshættina frá fyrsta degi.

Fyrir núverandi notendur:

Ef þú ert notandi í H3, spurðu þig:

  • Ertu að nýta allar samþættingar sem í boði eru?
  • Vita sérfræðingar þínir og notendur af nýjustu og bestu starfsháttunum?
  • Geta ferlarnir þínir orðið skilvirkari með sjálfvirkni? 

Með því að endurskoða uppsetninguna gætir þú fundið leiðir til að gera launavinnsluna hraðari, nákvæmari og verðmætari. 

Óháð því hvort þú sért nýr notandi eða vanur lausninni, mundu þetta:

Því meira sem þú samþættir, því öflugra verður launakerfið þitt!

Hafðu samband við ráðgjafateymi Mannauðslausna eða sérfræðinga fyrir heilsufarsskoðun á launavinnsluferlinu ykkar eða til að fá ráðgjöf varðandi samþættingar.

Viljir þú kynna þér H3 nánar, ekki hika við að senda okkur línu h3@advania.is

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.