23.04.2024

Nýjungar í Business Central

Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.

Á þessum morgunverðarfundi fóru okkar sérfræðingar í gegnum helstu nýjungar sem koma með Business Central 2024 Wave 1 útgáfunni í apríl. Jafnframt var farið yfir markverðar nýjungar í viðbótum Advania fyrir Business Central og hvað sé væntanlegt. Auðunn Stefánsson, forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar, sá um fundarstjórn en á fundinum héldu erindi þau Dröfn Teitsdóttir verkefnastjóri, Kári Kjærnested ráðgjafi og Andri Már Helgason, vörustjóri Business Central. Í lok fundar svöruðu þau spurningum gesta í salnum.

Dröfn kynnti áhugaverðar og markverðar nýjungar í Business Central viðbótum Advania sem kynntar hafa verið á síðustu sex mánuðum. Kári talaði meðal annars um nýju útgáfuna af Business Central sem kom út um mánaðarmótin og innihélt margar áhugaverðar nýjungar. Stiklað verður á stóru varðandi þær nýjungar sem eru áhugaverðar.. Með hverri útgáfunni koma uppfærslur og betrumbætur á samþættingu Business Central við önnur kerfi Microsoft. Andri Már fór yfir þær nýjungar sem komu í þessari útgáfu varðandi Power Platform og Copilot.

Fleiri fréttir

Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Ítarefni
29.01.2025
Þegar kemur að því að velja viðskiptahugbúnað fyrir fyrirtækið þitt, er öryggi eitt af mikilvægustu atriðunum sem taka þarf tillit til. Microsoft Dynamics 365 Business Central býður upp á öflugt og öruggt aðgengi að kerfinu, þar sem fjölþátta auðkenning (MFA) spilar lykilhlutverk í að tryggja að aðeins réttir aðilar hafi aðgang að viðkvæmum gögnum fyrirtækisins.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.