Myndbönd, businesscentral.advania.is - 23.4.2024 13:34:22

Nýjungar í Business Central

Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.

Á þessum morgunverðarfundi fóru okkar sérfræðingar í gegnum helstu nýjungar sem koma með Business Central 2024 Wave 1 útgáfunni í apríl. Jafnframt var farið yfir markverðar nýjungar í viðbótum Advania fyrir Business Central og hvað sé væntanlegt. Auðunn Stefánsson, forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar, sá um fundarstjórn en á fundinum héldu erindi þau Dröfn Teitsdóttir verkefnastjóri, Kári Kjærnested ráðgjafi og Andri Már Helgason, vörustjóri Business Central. Í lok fundar svöruðu þau spurningum gesta í salnum.

Dröfn kynnti áhugaverðar og markverðar nýjungar í Business Central viðbótum Advania sem kynntar hafa verið á síðustu sex mánuðum. Kári talaði meðal annars um nýju útgáfuna af Business Central sem kom út um mánaðarmótin og innihélt margar áhugaverðar nýjungar. Stiklað verður á stóru varðandi þær nýjungar sem eru áhugaverðar.. Með hverri útgáfunni koma uppfærslur og betrumbætur á samþættingu Business Central við önnur kerfi Microsoft. Andri Már fór yfir þær nýjungar sem komu í þessari útgáfu varðandi Power Platform og Copilot.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.