23.04.2024

Nýjungar í Business Central

Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.

Á þessum morgunverðarfundi fóru okkar sérfræðingar í gegnum helstu nýjungar sem koma með Business Central 2024 Wave 1 útgáfunni í apríl. Jafnframt var farið yfir markverðar nýjungar í viðbótum Advania fyrir Business Central og hvað sé væntanlegt. Auðunn Stefánsson, forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar, sá um fundarstjórn en á fundinum héldu erindi þau Dröfn Teitsdóttir verkefnastjóri, Kári Kjærnested ráðgjafi og Andri Már Helgason, vörustjóri Business Central. Í lok fundar svöruðu þau spurningum gesta í salnum.

Dröfn kynnti áhugaverðar og markverðar nýjungar í Business Central viðbótum Advania sem kynntar hafa verið á síðustu sex mánuðum. Kári talaði meðal annars um nýju útgáfuna af Business Central sem kom út um mánaðarmótin og innihélt margar áhugaverðar nýjungar. Stiklað verður á stóru varðandi þær nýjungar sem eru áhugaverðar.. Með hverri útgáfunni koma uppfærslur og betrumbætur á samþættingu Business Central við önnur kerfi Microsoft. Andri Már fór yfir þær nýjungar sem komu í þessari útgáfu varðandi Power Platform og Copilot.

Fleiri fréttir

Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.