23.04.2024

Nýjungar í Business Central

Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.

Á þessum morgunverðarfundi fóru okkar sérfræðingar í gegnum helstu nýjungar sem koma með Business Central 2024 Wave 1 útgáfunni í apríl. Jafnframt var farið yfir markverðar nýjungar í viðbótum Advania fyrir Business Central og hvað sé væntanlegt. Auðunn Stefánsson, forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar, sá um fundarstjórn en á fundinum héldu erindi þau Dröfn Teitsdóttir verkefnastjóri, Kári Kjærnested ráðgjafi og Andri Már Helgason, vörustjóri Business Central. Í lok fundar svöruðu þau spurningum gesta í salnum.

Dröfn kynnti áhugaverðar og markverðar nýjungar í Business Central viðbótum Advania sem kynntar hafa verið á síðustu sex mánuðum. Kári talaði meðal annars um nýju útgáfuna af Business Central sem kom út um mánaðarmótin og innihélt margar áhugaverðar nýjungar. Stiklað verður á stóru varðandi þær nýjungar sem eru áhugaverðar.. Með hverri útgáfunni koma uppfærslur og betrumbætur á samþættingu Business Central við önnur kerfi Microsoft. Andri Már fór yfir þær nýjungar sem komu í þessari útgáfu varðandi Power Platform og Copilot.

Efnisveita