Hin norska Hege Støre er nýráðinn forstjóri Advania-samsteypunnar.
12.10.2022Nýr forstjóri Advania-samsteypunnar
Hege Støre er nýr forstjóri Advania-samsteypunnar sem nú telur yfir 4000 starfsmenn á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Hege Støre er nýr forstjóri Advania-samsteypunnar sem nú telur yfir 4000 starfsmenn á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Hege er þekkt úr norsku viðskiptalífi og hefur 30 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún var forstjóri norska fyrirtækisins Visolit sem keypt var af Advania í fyrra og rann inn í samsteypuna. Visolit var leiðandi á sviði upplýsingatækni og skýjalausna á fyrirtækjamarkaði í Noregi og Svíþjóð.
Hege tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem hefur verið forstjóri Advania-samsteypunnar í fimm ár. Hann mun starfa áfram að stefnumótun samsteypunnar við hennar hlið, auk þess að taka sæti í stjórn Advania Group.
Hege Støre og Mikael Noaksson.
,,Ég tek auðmjúk og stolt við því verkefni að leiða hið öfluga Advania-teymi inn í framtíðina. Við höldum við áfram á þeirri braut að skapa virði fyrir viðskiptavini okkar með snjallri notkun upplýsingatækninnar. Advania er vel í stakk búið til að aðstoða viðskiptavini sína við netöryggismál og val á lausnum,” segir Hege Støre, nýr forstjóri Advania-samsteypunnar.
,,Það er frábært að fá Hege í þetta hlutverk. Hún býr yfir mikilvægri reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og var farsæll stjórnandi Visolit. Undanfarin tvö ár hefur Advania vaxið ört og það er frábært að fá svona öfluga manneskju til að halda um stjórnartaumana. Ég er gríðarlega spenntur fyrir samstarfinu við Hege,” segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
Advania-samsteypan byggir á dreifstýrðu fyrirkomulagi þar sem fyrirtækin í hverju landi eru afar sjálfstæð og mannauðurinn vinnur náið með viðskiptavinum. Eftir forstjóraskiptin starfar Advania áfram eftir þeirri hugmyndafræði að veita framúrskarandi þjónustu og gera tæknina mannlega.