Fréttir - 30.9.2024 14:43:35

Öryggisoktóber hjá Advania

Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.

Veffundur um netógnir

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með þessum veffundi með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum

Þann 15. október höldum við veffundinn Skjöldur – Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum þar sem við fjöllum um Skjöld, SOC (Security Operations Center) þjónustu Advania. Á þessum veffundi fáum við til okkar öryggisráðgjafann Bjarka Traustason, sem mun fara yfir þrjá meginþætti Skjaldar: vörn, vöktun og viðbragð. Við munum fá innsýn í mikilvægi hvers þáttar fyrir öryggismál fyrirtækja og hvernig Skjöldur er að vernda íslensk fyrirtæki gegn netárásum. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Öryggisráðstefna á Hilton

Við lokum Öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál þann 30. október á Hilton.

Skráning er nú þegar hafin og nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.