Fréttir - 30.9.2024 14:43:35

Öryggisoktóber hjá Advania

Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.

Veffundur um netógnir

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með þessum veffundi með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum

Þann 15. október höldum við veffundinn Skjöldur – Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum þar sem við fjöllum um Skjöld, SOC (Security Operations Center) þjónustu Advania. Á þessum veffundi fáum við til okkar öryggisráðgjafann Bjarka Traustason, sem mun fara yfir þrjá meginþætti Skjaldar: vörn, vöktun og viðbragð. Við munum fá innsýn í mikilvægi hvers þáttar fyrir öryggismál fyrirtækja og hvernig Skjöldur er að vernda íslensk fyrirtæki gegn netárásum. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Öryggisráðstefna á Hilton

Við lokum Öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál þann 30. október á Hilton.

Skráning er nú þegar hafin og nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.