30.09.2024

Öryggisoktóber hjá Advania

Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.

Veffundur um netógnir

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með þessum veffundi með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum

Þann 15. október höldum við veffundinn Skjöldur – Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum þar sem við fjöllum um Skjöld, SOC (Security Operations Center) þjónustu Advania. Á þessum veffundi fáum við til okkar öryggisráðgjafann Bjarka Traustason, sem mun fara yfir þrjá meginþætti Skjaldar: vörn, vöktun og viðbragð. Við munum fá innsýn í mikilvægi hvers þáttar fyrir öryggismál fyrirtækja og hvernig Skjöldur er að vernda íslensk fyrirtæki gegn netárásum. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Öryggisráðstefna á Hilton

Við lokum Öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál þann 30. október á Hilton.

Skráning er nú þegar hafin og nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.