Guðrún M. Örnólfsdóttir framkvæmdastjóri Orgus ehf.
17.04.2024Setti upp vefverslunina sjálf með tengingunni úr Business Central
„Shopify hlutinn var ótrúlega einfaldur í uppsetningu með Business Central. Ég hugsa að ég hafi eitt klukkutíma, jafnvel tveimur tímum max, í að koma tengingunni á milli þannig að það flæddu upplýsingarnar,“ segir Guðrún M. Örnólfsdóttir. „Og það var með lestri á leiðbeiningunum.“
Guðrún er framkvæmdastjóri Orgus ehf sem er 25 ára fjölskyldufyrirtæki. Hún stóð á ákveðnum krossgötum þegar það urðu kynslóðaskipti hjá fyrirtækinu. Þau ætluðu að opna vefverslun og hefja smásölu í verslun sinni og ákvað Guðrún að setja upp nýtt bókhaldskerfi sem myndi styðja vel við netverslun.
Hún leitaði til Advania eftir að kynna sér þær lausnir sem gætu hentað fyrirtækinu. Hennar reynslu af Business Central má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Einfalt í notkun
Guðrún sá fram á að gera að gera breytingar á fyrirtækinu og í leiðinni taka inn mikið af nýjum vörum svo hún þurfti sölukerfi og netverslun. Hún skipti um bókhaldskerfi og varð Dynamics 365 Business Central fyrir valinu. Kerfið er með innbyggða Shopify tengingu og hentaði því fyrirtækinu einstaklega vel.
„Helstu kostirnir við Business Central er að það er mjög einfalt að nota það, ég hef aðgang að því hvar sem er.“
Að hennar mati er það líka mikill kostur að kerfið er skalanlegt, svo fyrirtækið getur stækkað án þess að það hafi áhrif á kerfið. Tengingin við vefverslunina og við afgreiðslukerfið hér í búðinni er líka mjög einföld og þægileg.
„Það er einfalt að setja vörur inn í Business Central og flytja þær í rauninni með „smá klikki“ og þá eru þær komnar inn í vefverslunina.“
Guðrún segir að tengingarnar á milli séu mikill kostur.
„Birgðirnar flytjast sjálfkrafa á milli.“
Afgreiðir í verslun með iPad og síma
Sjálf nýttti hún myndböndin á hjálparsíðunni þegar hún rakst á einhverja veggi en er þakklát fyrir að fá að læra grunninn frá Advania strax í upphafi
„Grunnkerfið, Business Central, er ég að nota frá degi til dags sem bókhaldskerfi og fjárhagskerfi í borðtölvunni minni. En þegar snýr að versluninni þá erum við að vinna með svokallað POS-kerfi í Shopify og þar erum við að nota bara Ipad. Þegar við erum fleiri að afgreiða þá er ég líka með POS-kerfið uppsett í símanum mínum. Ég get bara selt beint úr símanum mínum þess vegna.“
Innbyggða POS-kerfið í Shopify er sett upp um leið og vefsíðan eða vefverslunin eru uppsett.
„Það var stór þáttur í því að ég ákvað að fara í Shopify og Business Central.“