17.03.2024

Shopify með Business Central

Vissir þú að með Business Central fylgir innbyggð tenging við Shopify vefverslunarkerfi? Vissir þú að Shopify býður upp á einfalt afgreiðslukerfi fyrir verslanir?

Andri Már Helgason
Vörustjóri Business Central

Í október 2021 kynnti Microsoft samstarf við Shopify sem fól í sér skuldbindingu beggja aðila um að þróa tengingar á milli kerfanna. Markmiðið með þessu samstarfi var í raun að einfalda viðskiptavinum fyrirtækjanna að taka upp lausnir þeirra. Síðan þessi tilkynning var sett í loftið árið 2021 hefur margt breyst, enda hafa tengingarnar verið í stöðugir þróun og þær verið betrumbættar út frá reynslu viðskiptavina og ekki síst þörfum þeirra.

Tengingin er nokkuð einföld í uppsetningu og leysir helstu vandamál sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að verslunarrekstri á netinu. Tengingin býður upp á samstillingu á vörum, viðskiptavinum, pöntunum, afgreiðslu pantana og fjárhagsfærslum. Í uppsetningu á tengingunni eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og er þar m.a. ákveðið í hvaða átt á að samstilla gögnin á milli kerfanna tveggja. Forsendur geta verið mismunandi hjá hverjum og einum og því er þessi valmöguleiki mjög hentugur.

Einföld uppsetning

Þegar setja á upp tengingu á milli Business Central og Shopify er byrjað á því að ræsa upp álf (e. wizard) sem leiðir notandann í gegnum grunn uppsetningu. Skrefin eru tiltölulega einföld og fela í sér eftirfarandi:

  1. Samþykkt skilmála Microsoft þjónustu.
  2. Vefslóð Shopify vefverslunar.
  3. Innskráning í Shopify.
  4. Ákvörðun um hvort flytja eigi inn vörur og viðskiptavin úr Shopify yfir í Business Central.
  5. Skilgreining á því hvernig pantanir eru búnar til, þ.e. hvort það gerist sjálfkrafa í Business Central út frá pöntun í Shopify.
  6. Skilgreining á því á hvaða bókhaldslykil bóka á sendingarkostnað.

Flóknara er þetta í raun ekki. Vissulega eru síðan ýmsar stillingar sem borgar sig að fara í gegnum í uppsetningu verslunarinnar í Business Central til að tryggja að allt vinni með eðlilegum hætti. Að auki þarf að ganga úr skugga um að Business Central sé sett upp með réttum hætti þannig að samstilling virki með eðlilegum hætti.

Afgreiðslukerfi

Með Shopify fylgir einfalt afgreiðslukerfi sem getur leyst þarfir smærri fyrirtækja. Um leið og búið er að setja upp tenginguna á milli Shopify og Business Central er hægt að klára lágmarksuppsetningu á afgreiðslukerfinu og byrja notkun á því samhliða notkun á vefkerfinu. Afgreiðslukerfið talar því við Business Central með nákvæmlega sama hætti og vefverslunarhluti Shopify og sýnir allar sömu upplýsingar.

Til þess að byrja notkun á afgreiðslukerfinu þarf í raun bara spjaldtölva, annað hvort iOS eða Android. Það er jafnvel hægt að byrja afgreiðslu með snjallsíma, annað hvort iOS eða Android. Shopify býður síðan upp á áskriftir sem útvíkka möguleikana á afgreiðslukerfinu eftir því sem reksturinn verður flóknari og kröfurnar meiri.

Það skal tekið fram að eins og staðan er núna býður Shopify ekki upp á greiðsluposa sem er tengdur í gegnum afgreiðslukerfi en það er auðvelt að leysa með því að vera ótengdan utanáliggjandi greiðsluposa.

Veffundur um Shopify

Í mars héldum við hjá Advania veffund þar sem farið var yfir möguleikana með Business Central, Shopify vefverslun og ekki síst afgreiðslukerfisins sem Shopify býður upp á. Guðrún M. Örnólfsdóttir, framkvæmdastjóri Orgus ehf, kom í settið til okkar og fór yfir þeirra vegferð í notkun á Business Central og Shopify. Eftir kynslóðaskipti í rekstri fyrirtækisins stóðu þau frammi fyrir því að þurfa að gera ákveðnar breytingar til að styðja við framtíðarvöxt fyrirtækisins. Það var ánægjulegt að heyra frá þeim hversu einföld en janframt öflug þessi tvenna er.

Ég mæli með því að þú horfir á þennan veffund en upptökuna má finna á Velkomin síðu Advania.

Hvað er væntanlegt í apríl?

Tvisvar sinnum á ári gefur Microsoft út stóra uppfærslu á Business Central. Útgáfurnar koma alltaf á sama tíma á hverju ári, þ.e. á fyrstu dögum aprílmánaðar og síðan á fyrstu dögum októbermánaðar. Með útgáfunni sem kemur núna út í apríl verða nokkrar nýjungar í Shopify tengingunni.

Einfaldari tenging

Þróunarteymið á bak við Business Central hefur nú einfaldað til muna uppsetninguna á tengingunni á milli Business Central og Shopify. Með aprílútgáfunni verður nóg að skrá sig inn í Shopify í gegnum uppsetningarálfinn í Business Central og í því skrefi finnur Business Central rétta vefslóð á Shopify vefverslunina þína.

Með aprílútgáfunni verða núna breytingar á uppsetningarsíðunni í Business Central fyrir hverja tengda Shopify vefverslun á þann hátt að auðveldara verður að sjá með fljótum hætti mikilvægustu upplýsingarnar um hverja verslun fyrir sig.

Samstilling birgða á milli Shopify og Business Central mun með aprílútgáfunni taka tillit til frátektar á vörum, þ.e. vefverslunin mun sýna raunstöðu birgða að teknu tilliti til frátekta.

Breyting uppsetningu á samstillingu á vörum á milli kerfanna þannig að það verði sýnilegra fyrir notendur hvað þarf að gera þegar þessi uppsetning er sett í gang.

Að lokum verður einnig lagt meira upp úr villuskilaboðum til að koma í veg fyrir ranga uppsetningu á samþættingunni á milli kerfanna.

Nánari upplýsingar um þessar nýjungar má finna á vefsíðu Microsoft.

Business Central og Shopify B2B

Stærsta nýjungin með aprílútgáfunni af Business Central er möguleikinn á því að samtengja Business Central við Shopify vefverslunarkerfi fyrir þau fyrirtæki sem starfa á fyrirtækjamarkaði (B2B) og eru með Shopify Plus áskrift.

Þessi nýjung tekur á verðlagningu vara, upplýsingum um viðskiptavini, innkaupasögu, pöntunarstöðu, reikningum og greiðslum.

Þegar kemur að B2B markaði breytast forsendur fyrir verðlagningu á vef þar sem oftar en ekki eru viðskiptavinir með sérkjör af vörum í verslunum. Í þessum tilvikum þarf að taka tillit til framsetningar á verði miðað við þann notanda sem er innskráður og tengdur ákveðnu fyrirtæki. Til þess þurfa gögn að flæða á milli Business Central og Shopify sem styðja þessa framsetningu. Með þessari útgáfu af Business Central verður þetta mögulegt.

Nánari upplýsingar um allar þær nýjungar sem fylgja þessari viðbót má finna á vefsíðu Microsoft.

Aðstoð hjá Advania

Ráðgjafar okkar eru til taks fyrir þig ef þörf er á aðstoð við uppsetningu á tengingunni við Business Central.

Sendu okkur endilega línu á bc@advania.is eða hringdu í 440-9000.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.