Sigríður Sía Þórðardóttir

Fréttir - 23.11.2022 10:53:51

Sía í framkvæmdastjórn Advania

Sigríður Sía Þórðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hún fer fyrir öflugu teymi sérfræðinga sem aðstoða fyrirtæki á sinni skýjavegferð.

Sía tekur við keflinu af Heimi Fannari Gunnlaugssyni sem lætur af störfum hjá Advania. Hún hefur rúmlega tveggja áratuga reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og hefur starfað hjá Advania og forverum þess í 14 ár. Nú síðast gegndi hún starfi forstöðumanns á viðskiptalausnasviði. Sía er með BS-próf í upplýsingakerfum frá Háskólanum í Skövde og lauk nýlega MBA-gráðu frá AVT Business School í Kaupmannahöfn.

„Ég er mjög ánægð með að vera treyst til að leiða þetta öfluga teymi sérfræðinga. Með frábærum samstarfsaðilum okkar höldum við áfram að aðstoða fyrirtæki upp í skýið, auka skilvirkni þeirra og gera stjórnendum kleift að taka gagnadrifnar ákvarðanir. Það eru því spennandi tímar framundan hjá viðskiptavinum okkar,” segir Sía.

„Á undanförnum árum hefur Advania unnið frábært starf við að færa viðskiptavini inn í framtíðina með áherslu á skýið. Sía býr yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og í hennar nýja hlutverki gefast enn fleiri tækifæri á að miðla reynslu hennar til okkar sérfræðinga og viðskiptavina. Heimi Fannari þakka ég gott samstarf og óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,” segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Sigríður Sía Þórðardóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri fyrirtækisins.

Fleiri fréttir

Blogg
29.01.2026
Í dag eru flestir farnir að nota gervigreind, hvort sem það er heima eða í vinnu. Copilot fyrir Microsoft 365 er eitt af þeim gervigreindartólum sem getur gert lífið miklu einfaldara. Hann hjálpar við að skrifa, skipuleggja, finna upplýsingar og klára verkefni hraðar. Flestir byrja á Copilot Chat, en ef þú vilt virkilega fá sem mest út úr Copilot, þá er fulla útgáfan af Copilot málið.
Fréttir
29.01.2026
Advania hefur haldið stöðu sinni sem VMware Cloud Service Provider (VCSP) samstarfsaðili hjá Broadcom, á Íslandi sem og á öllum öðrum markaðsvæðum fyrirtækisins.
Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.