Tjörvi Óskarsson verkefnastjóri stafrænna lausna og tækni hjá sveitarfélaginu Hornafirði og Bjarki Traustason öryggissérfræðingur hjá Advania.

Fréttir - 21.3.2025 13:21:30

Sveitarfélagið Hornafjörður eykur netöryggi enn frekar

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.

„Það mjög mikilvægt fyrir meðalstórt sveitarfélag eins og Hornafjörð að hafa virka öryggisvöktun í sínu umhverfi. Snöggur viðbragðstími við öryggistilvikum er ein megin ástæða þess að við völdum Skjöld,“ segir Tjörvi Óskarsson verkefnastjóri stafrænna lausna og tækni hjá sveitarfélaginu Hornafirði.

Skjöldur greinir og bregst við ógnum, hvort sem þær tengjast notendabúnaði eða ytri árásarflötum sem gætu skapað öryggisveikleika. Með öflugri forvarnarvinnu og reglulegum öryggisúttektum stuðlar Advania að því að lágmarka áhættu og fyrirbyggja atvik áður en þau koma upp.

Forgangsmál fyrir sveitarfélög

„Aukið netöryggi er forgangsmál fyrir sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir í dag. Með öflugri vöktunarþjónustu eins og Skildi tryggjum við að Hornafjörður hafi nauðsynlega yfirsýn og viðbragðsgetu til að bregðast við ógnum áður en þær verða að vandamáli,“ segir Bjarki Traustason, öryggissérfræðingur hjá Advania um verkefnið.

„Við erum stolt af því trausti sem sveitarfélagið sýnir með þessu samstarfi og með því að nýta Skjöld, geta þau sinnt sínum verkefnum af öryggi og einbeitt sér að þjónustu við samfélagið sitt.“

Advania hefur áratugalanga reynslu af rekstri og öryggisherðingum á Microsoft-umhverfum og býr yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu og alþjóðlegum vottunum sem tryggja viðskiptavinum hámarksöryggi. Þessi sérfræðiþekking er grunnurinn að öflugri forvarnarvinnu Skjaldar, sem veitir notendum aðgang að öruggustu lausnum á markaðnum.

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.