Fréttir - 23.2.2025 20:29:38

Tækin einangruð ef ráðist er á fyrirtækið

Advania hefur verið samstarfsaðili Héðins á þeirra stafrænu vegferð og meðal annars aðstoðað með netöryggi, sjálfvirknivæðingu ferla, betrumbætur á flæði og fleira.

„Eitt af því sem Advania hefur verið að hjálpa okkur með undanfarið er að færa þessi tæki okkar yfir á sér net, þannig að þau eru einangruð frá alheimsnetinu og við erum þá ekki að fá árásir beint á þessi tæki. Ef einhver ræðst á fyrirtækið þá geta þau haldið áfram að vinna,“ segir Eðvarð Ingi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Héðins.

Héðinn er nútíma iðnfyrirtæki sem byggir á langri reynslu og djúpri þekkingu í málmiðnaði og véltækni. Héðinn er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði og fagnaði 100 ára afmæli árið 2022. Starfsemi Héðins felst einkum í fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveginn, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur.

„Við tókum alla þjónustuna fyrir tölvukerfin okkar yfir til Advania og það er óhætt að segja að upplifun okkar hefur verið frábær,“ segir Eðvarð Ingi um samstarfið.

Frásögn hans af verkefninu og stafrænni vegferð þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.