Nýjasta nýtt - 1.7.2022 14:49:44

Tæknifyrirtækin kalla eftir konum

Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.

Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.

Var það niðurstaða fjölmenns umræðufundar sem fram fór í vikunni þar sem fulltrúar fyrirtækjanna sammæltust um að nauðsynlegt væri að bregðast við þeirri staðreynd að konur eru aðeins um fjórðungur starfsfólks í upplýsingatæknitengdum störfum á Íslandi.

Það sýna meðal annars niðurstöður kannana Vertonet og Intellecta sem gerðar hafa verið tvívegis á stöðu kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Um 34 fyrirtæki svöruðu könnunni síðast og sýndu niðurstöður að um 25% kvenna starfa við upplýsingatæknitengd störf. Kynjahlutfallið virðist svipað meðal útskrifaðra í tæknitengdu námi í íslenskum háskólum.

Vertonet og Advania boðuðu því fyrirtækin í geiranum til umræðufundar sem fram fór á Nauthóli á fimmtudag. Þar mátti heyra skýran vilja fyrirtækjanna til að vinna saman að átaki til að; laða fleiri stelpur og konur í tækni, gera kvenfyrirmyndir sýnilegri, bæta menningu fyrirtækjanna og hlúa að fjölbreytni í samsetningu teyma.

Þá undirrituðu fulltrúar um tuttugu fyrirtækja viljayfirlýsingu um að standa að og fjármagna átak til að bæta úr stöðunni. Fyrirhugað er að stofna stýrihóp og ráða verkefnastjóra til starfa. Ef fleiri fyrirtæki vilja bætast í hópinn má undirrita viljayfirlýsinguna hér.

„Stafræna byltingin kallar á sífellt fleiri sérfræðinga í upplýsingatækni. Kynjahlutfallið í geiranum hefur lítið sem ekkert breyst til batnaðar á undanförnum tíu árum. Það gefur því auga leið að skekkjan gæti orðið viðvarandi ef ekkert verður gert. Það er því allt að vinna með því að fá fleiri konur inn í geirann. Í vaxandi atvinnugrein liggja fjölmörg spennandi tækifæri fyrir konur jafnt sem karla,“ segir Guðrún Helga Steinsdóttir, nýkjörin stjórnarformaður Vertonet.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, deildi þeim vilja fundargesta, að nýliðun kvenna í geiranum væri nauðsynleg. „Það skipir höfuðmáli að fjölga konum í tæknigreinum ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem að er stefnt í íslensku samfélagi. Ég fagna því þessu frumkvæði enda skiptir máli að allir leggist á árarnar, stjórnvöld, menntakerfið og atvinnulífið. Hér eru tækfæri sem við eigum að grípa!“

Fleiri fréttir

Blogg
17.09.2025
Í daglegu lífi okkar erum við stöðugt umkringd tölvubúnaði sem uppfærist hratt með nýrri tækni. Þessi hraði veldur oft því að búnaður verður úreltur áður en hann hefur náð fullum líftíma sínum. Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu tölvubúnaðar og tryggja að úreltur búnaður sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.
Blogg
15.09.2025
Við hjá Mannauðslausnum Advania höfum í mörg ár þjónustað fjöldann allan af viðskiptavinum í gegnum viðverukerfin Bakvörð og VinnuStund.  Þessi rótgrónu kerfi styðja við flókin kjarasamningsumhverfi hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á Íslandi.
Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.