Hin nýja Dell Latitude 7350

Blogg - 4.3.2024 09:07:42

Þar sem greind og gervigreind mætast

Gervigreind er fljótt að bylta því hvernig við vinnum. Þetta veit okkar fólk hjá Dell og er undir það búið.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Í hartnær þrjátíu ár hefur Dell Latitude verið stoð og stytta í daglegu lífi margra fyrirtækja. Línan hefur alltaf verið hönnuð með vinnustaðinn í huga og aðlagar sig stöðugt að breyttum tímum. Núna er tími fyrir Latitude að taka skrefið inn í gervigreindina.

Nýir möguleikar með Intel Ultra örgjörvum

Það hefur trúlega ekki farið framhjá neinum að gervigreind er að umbylta flestu í upplýsingatækni. Vinnutölvur eru þarna engin undantekning og hefur nú nýtt hugtak litið dagsins ljós: AI PC. Þessar tegundir tölva nýta krafta nýrra tegunda flaga frá Intel: Intel Core Ultra með vPro. Þessar flögur búa yfir

  • Örgjörva (CPU),
  • Skjástýringu (GPU),
  • Vél sem vinnur með tauganet (NPU)
  • Og síðast ekki en síst: gervigreindarvél (xPU)

Með því að byggja gervigreindarvirkni beint á flöguna, er ekki bara hægt að létta álaginu af öðrum hlutum kerfisins, heldur opna á ótal nýja möguleika í vinnu.

Nýir möguleikar með krafti gervigreindar

Nú þegar eru vinnustaðir farnir að nota gervigreindarvél í tölvum til ýmissa flókinna verka. Gott dæmi er til að þýða í rauntíma á milli tungumála og jafnvel á táknmál á veffundum. Í framtíðinni verða fleiri hundruð forrit og lausnir sniðnar til að nýta gervigreindina til ýmissa verkefna, en til að byrja með er hún einna mest í að vinna núverandi verkefni á skilvirkari og fljótari hátt. Litlir en orkufrekir hlutir eins og að birta bakgrunn í myndsímtali, og vinnsla á myndum sem og grafík, eru kjörin verkefni fyrir gervigreindina. Sem um leið léttir á skjástýringunni og sparar umstalverða orku. Sem skilar sér vitaskuld í aukinni rafhlöðuendingu.

Annað gott dæmi er greining og forvarnir þegar kemur að villum og bilunum. Gervigreind getur lagað og jafnvel séð fyrir bilanir, án þess að mannshöndin þurfi að koma nærri. Þetta eykur ekki bara áreiðanleika og uppitíma véla, heldur einfaldar alla umsjón.

Nýjar Latitude

Dell er nú það fyrirtæki sem býður upp á breiðasta úrval tölva sem nýta gervigreind. Nýjar tölvur eru á leiðinni  í öllum vörulínum sem munu bjóða upp á þessa nýja tækni - Latitude er vitaskuld þar á meðal.

5000 línan heldur áfram að vera traustasti þjónninn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Þó þessar vélar breytist lítið í útliti, koma margar tegundir einnig með nýju Ultra örgjörvunum. Þetta er því prýðileg og hagkvæm leið til að komast inn í heim gervigreindar í PC vélum.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.