Sævar, Arnar og Valtýr
Fréttir - 1.9.2025 08:51:00Þrír sérfræðingar ráðnir til innviðalausna Advania
Innviðalausnir Advania selja og þjónusta vélbúnað af öllum stærðum og gerðum í upplýsingatækni. Nú hefur teymið eflst enn frekar með ráðningu þriggja sérfræðinga:
Sævar Ríkharðsson var áður forstöðumaður hjá Sýn og hefur einnig starfað sem vörustjóri hjá Heimkaupum og Hátækni.
„Advania er spennandi þjónustufyrirtæki í fremstu röð. Ég er afar spenntur, enda fengið að kynnast félaginu utanfrá og hlakka mikið til að kynnast því betur sem starfsmaður. Andinn er drífandi og tækifærin mörg. Dell er eitt af stærstu og öflugustu vörumerkjum í heimi og stórt verkefni framundan við að kynna nýja vörulínu fyrir okkar frábæru viðskiptavinum.“
Arnar Þór Kjærnested kemur til Advania frá Endor ehf. sem hann var einn stofnenda af. Hann hefur starfað við vörustjórnun og ráðgjöf á miðlægum búnaði í rúmlega 25 ár, lengst af hjá Opnum kerfum.
„Mér finnst heiður að fá tækifæri til að starfa hjá Advania og verða partur af því öfluga teymi sem þar er að finna og takast á við þær áskoranir sem framundan eru á þessum spennandi vinnustað.“
Innviðalausnir Advania
Við eru sérfræðingar í öllum vélbúnaði sem tengist upplýsingatækni. Allt frá músamottum og lyklaborðum, til ofurtölva og gagnageymsla. Stærsta hluta vöruframboðsins má finna í vefverslun Advania, en einnig eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að veita persónulega ráðgjöf.
Valtýr Gíslason hefur starfað í upplýsingatækni síðan 1995, þá búsettur í Svíþjóð. Hann rak sinn eigin tölvurekstur á Ísafirði í tæp fimm ár. Síðast starfaði hann í 12 ár hjá Origo þar sem hann var m.a kerfisstjóri, vörustjóri, krísustjóri, verkefnastjóri, forstöðumaður og síðast sem rekstrarstjóri
„Það er gaman að hefja störf hjá Advania. Ég hlakka til að nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til að hjálpa fyrirtækjum til að ná sínum markmiðum.“
Við bjóðum þessa nýju liðsmenn hjartanlega velkomna til starfa.