Fréttir - 10.9.2025 09:00:00

Þrjú ný svið innan Advania: Enn meiri sókn í gervigreind og netöryggi

Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.

„Við erum í mikilli sókn þegar kemur að netöryggi og gervigreind og höfum undanfarin misseri átt í virku samtali við fyrirtæki og stofnanir í landinu. Til að styðja við viðskiptavini okkar, í að takast á við áskoranir í rekstri á ábyrgan og framsækinn hátt, höfum við m.a. þróað öflugar netöryggis- og gervigreindarlausnir. Einnig vinnum við að uppsetningu á íslensku gervigreindarskýi til að tryggja fullveldi gagna og höfum fjárfest í þekkingafyrirtækjum á sviði gervigreindar víðsvegar um Evrópu. Það er gríðarlega ánægjulegt að fá jafn öfluga leiðtoga og Guðmund og Þórð til að leiða þessa málaflokka þvert á félagið,“ segir Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania.

Guðmundur er með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi þar sem hann sérhæfði sig í net- og upplýsingaöryggi.

Hann hefur síðan árið 2021 starfað sem forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sem heyrir undir Utanríkisráðuneytið. CERT-IS hefur það hlutverk að greina netógnir, viðhafa ástandsvitund, upplýsa um netógnir og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Guðmundur hafði fyrir það starfað fyrir Ericsson í Svíþjóð og fyrir íslensk upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtæki.

„Samspil gervigreindar og gagna mun enn frekar bylta því hvernig við vinnum okkar daglegu störf. Þegar við tengjum þá þróun við réttar áherslur varðandi netöryggi þá er ég bjartsýnn á að sú bylting verði til hins betra. Þangað stefnir Advania og ég hlakka til að hefja störf og fara í þá vegferð með fyrirtækinu og því frábæra starfsfólki sem ég veit að er þar að finna,“ segir Guðmundur.

Þórður Ingi Guðmundsson hóf störf hjá Advania árið 2019 og hefur frá árinu 2020 starfað sem forstöðumaður innan Viðskiptalausna Advania. Þar á undan vann hann  við þróun greiðslulausna hjá Valitor. Hann er með B.Sc  gráður í eðlisfræði og vélaverkfræði og M.Sc gráðu í orkuverkfræði.

„Markmið okkar er að vera bakhjarl Íslands í hagnýtingu gervigreindar með því að virkja breiða sérþekkingu Advania á Íslandi, byggja á alþjóðlegri bandvídd Advania samstæðunnar og auðvitað nýta kraftinn í öflugum samstarfsaðilum okkar eins og NVIDIA, Microsoft, Oracle, Dell Technologies og fleirum,“ segir Þórður Ingi.

Nýtt svið fjármála, mannauðs og samskipta

Samhliða þessu verður breyting á framkvæmdastjórn félagsins. Erna Björk Sigurgeirsdóttir mun leiða nýtt sameinað stoðsvið sem framkvæmdastjóri fjármála, mannauðs og samskipta.

Erna Björk hefur síðan árið 2023 farið fyrir fjármálum og rekstri Advania og setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Hún er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggiltur verðbréfamiðlari. Erna Björk starfaði áður hjá Sýn hf. þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu.

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og er full tilhlökkunar að leiða nýtt svið fjármála, mannauðs og samskipta. Það er kraftur í fólkinu okkar sem myndar grunninn að góðu fyrirtæki og tekjuvexti til framtíðar. Fyrirtækjamenningin hjá Advania er einstök og við ætlum að halda áfram að stuðla að góðu og eftirsóknarverðu  vinnuumhverfi. Nýlega voru markaðs- og þjónustumál sameinuð innan Advania og sjáum við tækifæri í því að samræma og bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Erna Björk.

„Ég hlakka til að stefna fram á veginn með öflugri framkvæmdastjórn Advania og það er mikill akkur fyrir félagið að Erna Björk leiði hið nýja svið sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki innan félagsins. Erna Björk er sterkur leiðtogi sem brennur fyrir starfsemina og ég er sannfærð um að hennar reynsla og sýn muni styrkja okkur til framtíðar,“ segir Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

Framkvæmdastjórn Advania skipa nú:

Auður Inga Einarsdóttir: Framkvæmdastjóri Innviðalausna

Erna Björk Sigurgeirsdóttir: Framkvæmdastjóri Fjármála, mannauðs & samskipta

Hafsteinn Guðmundsson: Framkvæmdastjóri Rekstrarlausna

Hildur Einarsdóttir: Forstjóri

Sigríður Sía Þórðardóttir: Framkvæmdastjóri Viðskiptalausna

Sigrún Ámundadóttir: Framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.