Blogg - 6.11.2025 09:30:00

Umsýsla milli fyrirtækja innan samstæðu hefur  aldrei verið auðveldari  í H3

Mannauðslausnir Advania hafa unnið að því að einfalda alla umsýslu á milli fyrirtækja innan samstæðu í H3.

Berglind Lovísa Sveinsdóttir
vörustjóri H3

Með nýjum aðgerðum og vinnslum í H3 getur þú nú sinnt flutningi starfsfólks, gagna og aðgangsstýringum á mun einfaldari og fljótlegri máta en áður.

Við tókum saman þær aðgerðir sem hafa verið bætt við nýlega:

Afrita starfsfólk á milli fyrirtækja

Nú er hægt að afrita starfsfólk beint yfir í annað fyrirtæki innan samstæðunnar – bæði sem launamenn og starfsmenn. Þetta sparar tíma og tryggir samræmi í mannauðsgögnum.

Afrita viðhengi á milli fyrirtækja

Viðbótin gerir þér kleift að flytja viðhengi fljótt og örugglega á milli fyrirtækja með þægilegu viðmóti og góðum síum til að finna réttu skrárnar.

Afrita hlutverk og aðgangsstýringar

Með einum smelli geturðu nú afritað hlutverk og aðgangsstýringar notanda milli fyrirtækja og fengið yfirlit yfir öll hlutverk og aðganga á einum stað.   
Þannig verður stjórnun aðganga bæði öruggari og skilvirkari.

Nýjar fyrirspurnir í H3

Við vinnum stöðugt að því að mæta þörfum notenda í H3 með nýjum fyrirspurnum sem auka yfirsýn yfir gögnin:

  • Athuga skattkort: Skoðaðu skattkort launamanna þvert á samstæðu.
  • Aðgangsyfirlit: Tvær nýjar fyrirspurnir komnar sem sýna aðgangsupplýsingar, hlutverk og réttindi yfir öll fyrirtækin.

Af hverju skiptir þetta máli?

Þessir nýjungar spara tíma, minnka handavinnu og bæta yfirsýn yfir lykilgögn í mannauðsferlum innan samstæðunnar. Þannig gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.   

Hér má nálgast allar leiðbeiningar um hvernig þú getur byrjað að nýta þér kerfið betur innan samstæðunnar.

Mannauðslausnir Advania

Meiri tími fyrir mannalega þáttinn.

Fleiri fréttir

Blogg
06.11.2025
Mannauðslausnir Advania hafa unnið að því að einfalda alla umsýslu á milli fyrirtækja innan samstæðu í H3.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.