Frá vinstri er Arnór Geir Halldórsson hugbúnaðarsérfræðingur Advania, Ingi Þór Pálsson vefstjóri S4S, Pétur Þór Halldórsson forstjóri S4S, Arna Gunnur Ingólfsdóttir vörustjóri veflausna Advania, Valeria Rivina forstöðukona veflausna Advania, Freyja Leópoldsdóttir sölu- og markaðsstjóri S4S. Á myndina vantar Snævar Dag Pétursson en hann leiddi framendaþróunina hjá Advania.

23.09.2022

Vefverslun S4S verðlaunuð

Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.

Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.

Vefverslun S4S er fyrsta hauslausa vefverslunin sem sett er í loftið með DynamicWeb sem bakenda. Verkefnið var valið veflausn ársins á árlegri ráðstefnu DynamicWeb sem fram fór í Danmörku á dögunum. DynamicWeb er meðal fremstu framleiðenda vefverslanakerfa í heiminum og er Advania í hópi 300 samstarfsaðila fyrirtækisins.

S4S er íslenskt verslanafyrirtæki sem rekur þrettán verslanir og fimm netverslanir, þar á meðal Ellingsen.is, Air.is og skór.is. Hjá fyrirtækinu starfa um 188 starfsmenn sem hafa öðlast víðtæka reynslu af vefverslanarekstri eftir rúm tíu ár í bransanum.

Í fyrra lauk Advania við að færa allar fimm vefverslanir S4S í það sem kallast hauslausan strúktur og sameina þær í eina körfu. Framendinn var skrifaður frá grunni samkvæmt hönnun frá Metal. Ávinningurinn af breytingunni var mikill fyrir viðskiptavini S4S en hraði vefverslunarinnar hefur aukist mikið og notendaupplifunin verið bætt. Viðskiptavinir geta verslað vörur úr öllum verslunum S4S, sett allt í sömu körfuna og gengið frá einni pöntun.

Frétt Viðskiptablaðsins:

Vefverslun S4S valin best úr hópi 600 vefsíða

Vefverslun S4S var valin besta veflausn ársins á heimsvísu af DynamicWeb, en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum félagsins.

Vefverslun S4S valin best úr hópi 600 vefsíða

Starfsfólk fyrirtækisins finnur einnig fyrir mikilli breytingu. Singles Day er jafnan stærsti söludagur vefverslana S4S. Fyrir sameininguna tók það starfsfólk yfir tvær vikur að afgreiða allar pantanir sem bárust þann dag. Eftir að nýja vefverslunin fór í loftið tók afgreiðslan aðeins einn og hálfan dag. Eftir breytinguna gerðu viðskiptavinir stærri pantanir og veltan jókst til muna. Mínar síður sameiginlegrar vefverslunar sýna pantanasögu viðskiptavinarins úr öllum vefverslunum.

,,Með tilfærslu úr hefðbundnu vefverslunarkerfi í hauslausan strúktur getur S4S tileinkað sér nýjar tæknilausnir án niðritíma fyrir viðskiptavini sína. S4S er með stóra stafræna drauma og þessi tilfærsla gerir þeim kleift að láta þá rætast,” segir Arna Gunnur Ingólfsdóttir, ráðgjafi hjá veflausnum Advania.

,,Við erum búin að vera á mikilli stafrænni vegferð og að fá eina körfu á allar okkar netverslanir var einn af meginþáttunum í því sem við vildum fá út úr nýrri síðu, ásamt því að vilja mikinn hraða og lágmarka niðurtíma eins og hægt er. Þetta fengum við allt og erum mjög ánægð með nýju síðurnar,” segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S.

Hér má heyra meira af reynslu S4S af vefverslunarrekstri.

Fleiri fréttir

Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.