Fréttir, Nýjasta nýtt - 27.6.2022 15:40:10

Vegna truflana á neti

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins. Sérfræðingar Advania hafa notið liðsinnis framleiðenda búnaðar við að greina vandamálið. Þegar rót vandans fannst var farið í hjáleið til að koma í veg fyrir frekari truflanir og lauk því verki um kl. 14.30 á föstudag. Síðan þá hefur net verið stöðugt og ekki er búist við frekari truflunum. Rétt er að taka fram að bilunina má ekki rekja til árásar á netkerfið heldur hugbúnaðarvillu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli viðskiptavinum.

Nánar um atburðarásina á advania.info

Fleiri fréttir

Blogg
29.01.2026
Í dag eru flestir farnir að nota gervigreind, hvort sem það er heima eða í vinnu. Copilot fyrir Microsoft 365 er eitt af þeim gervigreindartólum sem getur gert lífið miklu einfaldara. Hann hjálpar við að skrifa, skipuleggja, finna upplýsingar og klára verkefni hraðar. Flestir byrja á Copilot Chat, en ef þú vilt virkilega fá sem mest út úr Copilot, þá er fulla útgáfan af Copilot málið.
Fréttir
29.01.2026
Advania hefur haldið stöðu sinni sem VMware Cloud Service Provider (VCSP) samstarfsaðili hjá Broadcom, á Íslandi sem og á öllum öðrum markaðsvæðum fyrirtækisins.
Blogg
27.01.2026
Advania er umboðsaðili Airtame á Íslandi  en Airtame hefur í áraraðir verið í fararbroddi þegar kemur að sveigjanlegum, þráðlausum lausnum fyrir fundarherbergi, skólastofur og önnur samvinnurými. Nú hefur fyrirtækið kynnt Airtame 3, sem er stærsta stökk þeirra til þessa.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.