Vel heppnaður Viðskiptakerfadagur
Viðskiptakerfadagur Advania var einstaklega vel heppnaður en á Hilton komu saman rúmlega 300 manns. Í aðdraganda ráðstefnunnar var ljóst að mikill áhugi væri á viðburðinum enda kom á daginn að loka þurfti fyrir skráningar þar sem húsnæðið réð ekki við fleiri gesti. Þessi mikla þátttaka undirstrikaði áhuga og mikilvægi slíkra viðburða fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptakerfum og daglegum rekstri á Dynamics 365 Business Central, Dynamics 365 Finance & Operations, Power Platform og gervigreind.
Sigríður Sía Þórðardóttir
framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania
Viðburðurinn hófst í glæsilegu sýningarsvæði, þar sem hinar ýmsu deildir Advania kynntu lausnir sínar. Þátttakendur fengu þar tækifæri til að kynnast nýjustu lausnum á markaðnum og ræða við starfsfólk sem stóð vaktina. Þetta gaf gestum góða innsýn í hvernig þessar lausnir geta hjálpað til við að bæta rekstur og auka skilvirkni.
Fyrirlestrarnir voru vandaðir og vöktu mikla ánægju meðal ráðstefnugesta. Starfsfólk frá ýmsum sviðum deildu þekkingu sinni um þróun og nýjungar í viðskiptakerfum. Það lagði áherslu á hvernig kerfi eins og Dynamics 365 og Power Platform geta nýst fyrirtækjum til að ná betri árangri, auka framleiðni og lækka kostnað. Fjölbreytni fyrirlestranna tryggði að allir þátttakendur fundu eitthvað við sitt hæfi, sem gerði ráðstefnuna bæði fræðandi og gagnlega.
Kostir þess að halda viðburð sem þennan eru margir. Fyrst og fremst eru þeir vettvangur fyrir tengslamyndun, þar sem þátttakendur geta hist, skipst á hugmyndum og byggt upp tengslanet sem getur reynst ómetanlegt. Slík tengsl eru sérstaklega mikilvæg fyrir þá sem standa í fyrirtækjarekstri, þar sem samvinna getur leitt til nýrra tækifæra og verkefna.
Að auki stuðla slíkir viðburðir að aukinni þekkingu og skilningi á því hvernig nýta megi tæknina til fulls. Þeir veita þátttakendum innsýn í hvernig lausnir á borð við Dynamics 365 Business Central og F&O ásamt gervigreind geta umbreytt starfsháttum og leitt til aukinnar arðsemi
Þátttakendur fengu einnig tækifæri til að læra af reynslu annarra fyrirtækja, sjá dæmi um vel heppnaðar innleiðingar á kerfum eins og Dynamics 365 Finance & Operations, og hvernig þau hafa skilað auknum árangri. Þetta getur veitt dýrmætan innblástur fyrir fyrirtæki sem eru að íhuga breytingar eða innleiðingu nýrra kerfa.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni komu úr ýmsum deildum Advania sem deildu nýjustu þróun í notkun gervigreindar til að bæta viðskiptakerfi. Þeir útskýrðu hvernig gervigreind getur greint gögn til að veita dýpri innsýn í rekstur og hjálpa fyrirtækjum að taka upplýstar ákvarðanir. Þetta er sérstaklega mikilvægt í dag þar sem gögn og gervigreind eru orðin ómissandi hluti af stefnumótun fyrirtækja.
Á heildina litið var Viðskiptakerfadagur Advania ljómandi vel heppnaður og sýndi okkur hjá Advania að það er brýn þörf fyrir viðburði sem þessa. Við förum því kát inn í nýtt ár og erum nú þegar farin að huga að Viðskiptakerfadegi Advania 2026.