Blogg - 16.9.2025 07:00:00

Vera – ný nálgun á tímaskráningu  

Við hjá Mannauðslausnum Advania höfum í mörg ár þjónustað fjöldann allan af viðskiptavinum í gegnum viðverukerfin Bakvörð og VinnuStund.  Þessi rótgrónu kerfi styðja við flókin kjarasamningsumhverfi hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á Íslandi.

Lilja Sigrún Sigmarsdóttir
Vörustjóri hjá Mannauðslausnum Advania

Með flóknum þörfum eru kröfurnar til viðverukerfa umfangsmiklar. Bakvörður og Vinnustund hafa þróast með það í huga og styðja við margvíslegar reglur, sérhæfðar samþættingar og ítarlega stjórnun.

Meðfram þeirri þróun höfum við orðið vör við aukna þörf fyrir einfaldara og aðgengilegra kerfi sem styður við sveigjanlegt vinnuumhverfi. Vinnustaðir þar sem sérfræðingar starfa nær eingöngu á dagvinnutíma og þar sem jafnvel ríkir svokallað flatt skipulag, eru að verða algengari í dag. Á slíkum vinnustöðum eru áherslur lagðar á sveigjanleika og traust. Þar er starfsfólk sjálft haldið ábyrgt fyrir sinni viðveru. Þannig varð hugmyndin að Veru til.

Hvað er Vera?

Vera er ný og einföld lausn fyrir tímaskráningu, hönnuð með þarfir nútíma vinnustaða í huga. Hún hentar sérstaklega fyrirtækjum og stofnunum sem vilja halda utan um viðveru, orlof og veikindi án þess að þurfa viðamikið kerfi eða ítarlega þjálfun.

Viðverukerfið Vera hefur verið í þróun á bak við tjöldin undanfarið ár. Nú fer Vera að verða tilbúin til að mæta þörfum þeirra vinnustaða sem leitast hafa eftir lausn sem einfalt er að innleiða og vinnur vel með öðrum kerfum.

Helstu kostir við Veru

  • Skýr yfirsýn í notendavænu viðmóti – krefst lágmarks kennslu
  • Viðvera, orlof og veikindi á einum stað – í vef og appi
  • Nýtir gögn í daglegu starfi – einfaldar ákvarðanir
  • Sveigjanlegt og aðlögunarhæft – vex með þörfum vinnustaðarins

Notendaviðmótið er hannað til að gera flókin verk einföld, þar sem næsta skref aðgerða er augljóst. Hvort sem um ræðir að skrá viðveru, bóka frí eða tilkynna veikindi þá sparar Vera bæði tíma og fyrirhöfn.

Framtíð tímaskráningar

Með auknum sveigjanleika vinnumarkaðarins fylgja nýjar kröfur til tímaskráningarkerfa. Sjálfvirkni, einfaldleiki og góðir samþættingarmöguleikar voru leiðarljós okkar sérfræðinga við hönnun á Veru.

Við trúum því að framtíð tímaskráningar snúist ekki aðeins um að safna gögnum heldur um að gera þau aðgengileg, gagnleg og hluta af daglegu flæði starfsfólks. Vera er okkar skref í þá átt.

Við hlökkum til að veita innsýn í Veru á Mannauðsdaginn í Hörpu, föstudaginn 3. október!

Hver veit nema Vera verði ný nálgun á tímaskráningu á þínum vinnustað?

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.