14.11.2024

Vertu alltaf í sambandi með 5G tölvum frá Dell

Tölvur með innbyggðu 5G módemi opna fyrir ótal möguleika. Starfsfólk upplifir alvöru sveigjanleika með alvöru öryggi - svo til hvar sem er. Advania býður upp á 5G fartölvur frá Dell, sem eykur bæði öryggi og þægindi fyrir notendur.

Tæknin gerir öllum notendum kleift að njóta sömu öryggis- og tengingarkrafna, hvort sem þeir eru í vinnunni, á ferðalagi, eða heima. Með þessu er hægt að fá snjallsímatengingu í tölvuna hvar sem er, án þess að nota snjallsímann. Með hraðri 5G tengingu þarf því ekki lengur að hafa áhyggjur af bandvídd eða hvort gestanet sé í boði. Ekki þarf lengur að tengjast ókunnugum netum. Allt er gert í gegnum örugga 5G tengingu.

Með hverri seldri 5G vél í netverslun Advania, fylgir nú e-sim og áskrift frá Vodafone til áramóta. Það hefur því aldrei verið auðveldara að byrja 5G ferðalagið.

Öruggari tenging

Það er köld staðreynd hins sítengda nútíma, að hættur leynast í öllum hornum. Óþekkt þráðlaus net á kaffihúsum, flugvöllum og bensínstöðvum eru langt í frá öruggur staður til að tengja vinnutölvur við. Raunar er það svo, að æ fleiri vinnustaðir banna hreinlega tengingar við slík net vegna hættunar sem getur skapast.

Með 5G tengingu byggða beint inn í vélina, er hún alltaf örugg og engin hætta á að vinna úti í bæ hafi óáætlaðar afleiðingar. Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili Dell í nokkra áratugi og sér um sölu og þjónustu á vél- og hugbúnaði.

Vodafone hefur nú stækkað e-sim þjónustuna sína og innleitt hana fyrir nýjustu fartölvur á markaðnum. Það eina sem þarf til að virkja E-SIM er QR kóði, engin þörf er á hefðbundnu SIM korti. Þetta skref eykur öryggi og einfaldleika notenda á ferðum sínum, þar sem fartölvur geta nú tengst beint við netið án þess að þörf sé á hefðbundnum Wi-Fi tengingum. Þetta tryggir að notendur geti verið með sömu öryggiskröfur á fartölvunni, hvar sem hún er stödd, alveg eins og þegar hún er staðsett innan fyrirtækisins, ef þörf er á því.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.