19.07.2024
Víðtæk bilun í Microsoft skýjaþjónustum
Rekstraratvik hjá Microsoft hefur leitt af sér víðtæk áhrif á ýmsar þjónustur í Microsoft skýinu.
Rekstrarumhverfi Advania hefur ekki orðið fyrir beinum áhrifum en við fylgjumst náið með framgangi mála.
Allar upplýsingar um eðli bilunar, möguleg áhrif og framgang viðbragða má finna hjá Microsoft https://status.cloud.microsoft/
Ef þið hafið spurningar eða þörf á aðstoð, vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð eða sendið póst til okkar á velkomin@advania.is