Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu, en hingað til hefur vantað upp á að fleiri konur sæki sér þá menntun sem þarf til að sinna starfinu. Markmiðið með þessu átaki er að auka áhuga kvenna á kerfisstjórnun, kynna fagið og tryggja að fjölbreyttur hópur sæki sér menntun til að gegna þessu mikilvæga starfi.
Nú er komið að þérHvernig sækir þú um styrkinn?
Þú sækir um námið hjá annað hvort NTV eða Promennt og það eina sem þarf að fylgja aukalega með námsumsókn er 300 - 400 orða greinargerð um það hvers vegna þú hefur áhuga á náminu. Þar þarf að koma fram rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að fá styrkinn.
Umsóknarfrestur til að sækja um styrkinn er viku fyrir umsóknarfrest hjá hvorum skóla fyrir sig.
NTV
Fyrir þær sem ætla að sækja um styrk fyrir námi í kerfisstjórnun hjá NTV.
Sækja um námið í gegnum skráningaformið.
Setja inn athugasemd í dálkinn „Athugasemdir“ að þú viljir sækja um Advania styrkinn.
Skrifa stutta greinagerð og skila inn á netfangið skoli@ntv.is.
Hægt er að sækja um án þess að greiða nokkuð. Umsækjendur þurfa ekki að ganga frá skólagjöldum fyrr en styrkveiting liggur fyrir. En mikilvægt er að viðkomandi séu tilbúnir að gera það strax og það er ljóst.
Promennt
Fyrir þær sem ætla að sækja um styrk fyrir námi á Framabraut – Tæknistjórnun hjá Promennt.
Skrá sig til náms.
Taka þarf fram í athugasemdum í skráningarformi að viðkomandi ætli að sækja um námstyrk Advania.
Í lokaskrefi skráningar er greiðslu sleppt með því að velja greiðsluskipting.
Greinagerð/umsókn viðkomandi er svo send á netfangið promennt@promennt.is.