Við erum til þjónustu reiðubúin
Á þjónustuverkstæði er viðskiptavinurinn í fyrirrúmi í öllu sem við gerum. Við leitumst við að veita framúrskarandi þjónustu og veita góðar upplýsingar um verkefnin sem unnið er að á hverjum tíma. Ekki hika við að kíkja á þjónustuverkstæði okkar, hringja í 440 9000 eða senda okkur skilaboð ef þig vantar aðstoð með þinn tölvubúnað.
Ábyrgðarþjónusta
Þjónustuverkstæði okkar eru einu viðurkenndu verkstæði fyrir Dell tölvubúnað á Íslandi, Dell Authorized Service Center, en einnig sinnum við ábyrgðarviðgerðum og ábyrgðaþjónustu á búnaði frá mörgum öðrum framleiðendum vara sem Advania selur.
Viðgerðarþjónusta
Ekki falla allar bilanir undir ábyrgð og til viðbótar býður verkstæði Advania upp á víðtæka viðgerðarþjónustu á tölvubúnaði, frá smáum til stærri viðgerða. Við skiljum þörf viðskiptavina okkar að fá lausn mála á skjótan hátt og því búa tæknimenn okkar yfir þekkingu og getu til að greina og laga vandamál hratt og örugglega án þess að slá neitt af þeim gæðakröfum sem við höfum sett okkur.
Önnur þjónusta
Utan ábyrgða- og viðgerðaþjónustu bjóða verkstæðin breitt úrval annarrar þjónustu til að auðvelda viðskiptavinum lífið. T.d uppfærslupakka á eldri tölvum og hreinsanir.