Verkstæði Advania

Advania rekur stórglæsileg þjónustuverkstæði að Borgartúni 28 í Reykjavík og Tryggvabraut 10 á Akureyri. Þar sinnum við ábyrgðarþjónustu en einnig almennum viðgerðum, uppfærslum og viðhaldi á tölvubúnaði.

Spjöllum samanVefverslun
græjum þetta saman

Við erum til þjónustu reiðubúin

Á þjónustuverkstæði er viðskiptavinurinn í fyrirrúmi í öllu sem við gerum. Við leitumst við að veita framúrskarandi þjónustu og veita góðar upplýsingar um verkefnin sem unnið er að á hverjum tíma. Ekki hika við að kíkja á þjónustuverkstæði okkar, hringja í 440 9000 eða senda okkur skilaboð ef þig vantar aðstoð með þinn tölvubúnað.

Traust ráðgjöf og þjónusta

Við erum með Titanium Partner vottun hjá Dell EMC sem þýðir að hjá okkur færðu trausta ráðgjöf og þjónustu.

Góð birgjasambönd og fjölbreytt vöruúrval

Í gegnum árin höfum við myndað traust sambönd við birgja sem gerir okkur kleift að bjóða ríkulegt úrval af notendabúnaði. Hjá okkur fæst allur búnaður sem fyrirtæki þurfa.

Vefverslun og frí heimsending

Í vefverslun okkar hefur þú góða yfirsýn yfir þín kjör. Við sendum frítt hvert á land sem er.

Ráðgjöf við val á búnaði

Ráðgjafar okkar hafa langa reynslu í að finna búnað sem hentar verkefnum viðskiptavina. Bókaðu frían ráðgjafafund og saman finnum við búnað sem er sniðinn að þinni starfsemi.

Bóka fría ráðgjöf

Sjálfbærni

Mikið af tölvum og skjáum sem við seljum bera þekkt umhverfismerki, eins og Energy Star eða EPEAT, sem þýðir að búið er að meta umhverfisáhrif búnaðarins út frá skilgreindum alþjóðlegum mælikvörðum.

Endurnýting

Þegar búnaðurinn hefur lokið notkunartíma hjá fyrirtækjum, getum við kannað hvort verðmæti leynist í honum og hvort hægt sé að koma honum aftur í umferð.

Sjáðu nánar

Ábyrgðarþjónusta

Þjónustuverkstæði okkar eru einu viðurkenndu verkstæði fyrir Dell tölvubúnað á Íslandi, Dell Authorized Service Center, en einnig sinnum við ábyrgðarviðgerðum og ábyrgðaþjónustu á búnaði frá mörgum öðrum framleiðendum vara sem Advania selur.

Viðgerðarþjónusta

Ekki falla allar bilanir undir ábyrgð og til viðbótar býður verkstæði Advania upp á víðtæka viðgerðarþjónustu á tölvubúnaði, frá smáum til stærri viðgerða. Við skiljum þörf viðskiptavina okkar að fá lausn mála á skjótan hátt og því búa tæknimenn okkar yfir þekkingu og getu til að greina og laga vandamál hratt og örugglega án þess að slá neitt af þeim gæðakröfum sem við höfum sett okkur.

Önnur þjónusta

Utan ábyrgða- og viðgerðaþjónustu bjóða verkstæðin breitt úrval annarrar þjónustu til að auðvelda viðskiptavinum lífið. T.d uppfærslupakka á eldri tölvum og hreinsanir.

Hvernig getum við aðstoðað?

Ertu með tæki sem þarf að kíkja á? Fylltu út formið og við höfum samband um hæl

Ábyrgðir og viðgerðir

Til viðbótar hefðbundinni neytenda- og tækjaábyrgð býður Advania upp á sérstaka ábyrgð á búnaði frá Dell. Þetta gerir okkur kleift að bjóða viðameiri ábyrgðir með betri þjónustu en ellegar væru í boði. Á öðrum vörum er almenn ábyrgð sem lesa má nánar um í viðskiptaskilmálum Advania. Sérstakar Dell ábyrgðir eru listaðar upp hér fyrir neðan.

NBD - Next Business Day Basic ábyrgð

Markmið Next Business Day Basic ábyrgðar Dell er að lágmarka bið viðskiptavinarins eftir úrvinnslu sinna mála. Ábyrgðin er hönnuð fyrir viðskiptabúnað sem erfitt er að missa í venjulegt viðgerðarferli og jafnvel úr húsi. Þegar bilanagreining hefur átt sér stað er varahlutur sendur strax af stað frá Dell. Hægt er að vinna úr NBD málum á tvo vegu. Báðir hannaðir til að lágmarka niðritíma og veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu. Annars vegar getur viðskiptavinur fengið tæknimann á staðinn:

  • Viðskiptavinur hringir í þjónustusíma DELL í Evrópu 800-8123 á skrifstofutíma
  • Bilanagreining fer fram á ensku í gegnum síma
  • Sé þörf á varahlut sendir Dell hann á verkstæði Advania almennt innan tveggja daga
  • Tæknimaður Advania kemur með varahlut til viðskiptavinar og framkvæmir viðgerðina á staðnum innan næsta virka dags frá því að varahlutur berst

Hinsvegar getur þjónustan farið fram í gegnum verkstæði Advania Borgartúni:

  • Viðskiptavinur kemur með búnað á verkstæði Advania Borgartúni 28
  • Tæknimaður bilanagreinir búnaðinn og pantar varahlut frá Dell
  • Dell sendir varahlut á verkstæði Advania innan tveggja daga (að því gefnu að hluturinn sé til)
  • Viðgerð fer fram á verkstæði Advania
  • Viðskiptavinur sækir búnað á verkstæði Advania Borgartúni 28

NBD ábyrgð er almennt innifalin með Dell Latitude, OptiPlex og Precision tölvum

CIS - Carry-in-Service

Hefðbundin ábyrgð þar sem viðskiptavinur kemur með eða sendir búnaðinn á verkstæði Advania Borgartúni 28. Búnaðurinn fer í hefðbundið ferli þar sem hann er bilanagreindur, varahlutir pantaðir og gert er við búnaðinn. Varahlutir eru að jafnaði 3-5 virka daga að berast.

KYHD - Keep Your Hard Drive

Undir venjulegum kringumstæðum þyrfti viðskiptavinur að skila inn hörðum diski sé honum skipt út vegna galla. KYHD ábyrgð gerir viðskiptavinum hinsvegar kleift að halda gölluðum diskum þó nýjum sé útvegað undir ábyrgð. Þannig getur viðskiptavinur sjálfur reynt að bjarga, eða eytt öllum gögnum sem kunna að vera á disknum.

DELL Premium Panel ábyrgð á skjáum

Öllum Ultrasharp, Professional og Alienware skjáum frá DELL fylgir sérstök Premium Panel ábyrgð. Ef galli leynist í svo mikið sem einum punkti í skjánum, er honum skipt út innan ábyrgðar. Premium Panel ábyrgð gildir á meðan almenn ábyrgð á skjánum er í gildi.

Upplýsingar

Vöruafhending og verkstæði í Reykjavík
Borgartúni 28
105
Reykjavík
9 - 17 mánudag til fimmtudags. 9 - 16 á föstudögum
Höfuðstöðvar
Guðrúnartúni 10
105
Reykjavík
8 - 16 virka daga
Vöruafhending og verkstæði Akureyri
Tryggvabraut 10
600
Akureyri
440 9000
Skiptiborð og móttaka
8 - 16 virka daga
440 9000
Útboð, tilboðsbeiðnir og ráðgjöf
Reikningshald, bókhald, gjaldkeri
440 9000

Uppfærðu tölvuna þína

Flestar tölvur má uppfæra á einn eða annan hátt og gefa þannig nýtt líf. Á verkstæðinu okkar bjóðum við upp á margar tegundir uppfærslna og hreinsana sem geta gefið eldri tölvum endurnýjun lífdaga.

SSD uppfærslupakkar

Gefðu tölvunni þinni nýtt líf með uppfærslu í SSD disk. Þeir eru tíu sinnum hraðari en hefðbundnir diskar og eru öruggasta leiðin til að auka hraða og áreiðanleika véla. Advania býður upp á uppfærslupakka sem henta flestum tölvum með hefðbundna diska og ísetningu á mjög hagstæðum kjörum. Gamli harði diskurinn er fjarlægður og settur í sérstaka hýsingu sem gerir hann að flakkara, vélin er rykhreinsuð og SSD diskur er settur í vélina.

Uppfærslur á vinnsluminni

Hægt er uppfæra vinnsluminni í mörgum tölvum. Með því er hægt að auka vinnsluhraðann og stytta biðina þegar unnið er í kröfuhörðum verkefnum. Advania býður upp á vinnsluminni af öllum stærðum og gerðum, í flestar gerðir tölva. Sjáðu úrvalið í vefverslun eða komdu með vélina á verkstæðið okkar í Borgartúni 28, fáðu ráðgjöf og ókeypis ísetningu á vinnsluminni sem hentar þinni tölvu best.

Önnur viðgerðarþjónusta

Greining, villu- og bilanaleit

Með sérfræðiþekkingu og öflugum greiningartólum geta tæknimenn aðstoða við að finna rót hinna ýmsu vandamála í tölubúnaði. Þegar vandamál finnst eru veittar upplýsingar um bilun ásamt ráðlögðum viðbrögðum til að takast á við og leiðrétta vandamálið.

Uppsetning stýrikerfis og hugbúnaðar

Hvort sem þú þarft nýja uppsetningu á stýrikerfi eða vilt uppfæra í nýjust útgáfuna þá hafa tæknimenn okkar sérfræðiþekkingu til að tryggja hnökralaust uppsetningarferli. Tæknimenn geta einnig aðstoðað við uppsetningu ýmis hugbúnaðar og stillt svo tilbúið sé til notkunar.

Vírusshreinsun og hreinsun spilliforrita

Vírus og spilliforrit geta valdið skemmdum á gögnum og vélbúnaði. Tæknimenn okkar hafa sérþekkingu í að skanna og fjarlægja skaðlegan hugbúnað og vírusa til að tölvan þín virki rétt og sé örugg.

Gagnabjörgun

Það getur verið pirrandi og mjög bagalegt að týna mikilvægum skrám en gagnabjörgunarþjónustan getur aðstoðað við að endurheimta flest gögn. Tæknimenn nota sérhæfða tækni og þróuð verkfær til að endurheimta týnd eða eydd gögn af gagnamiðlum.

Gagnaeyðing

Í sumum tilfellum þarfa að eyða gögnum með öruggum hætti án þess að fargar gagnamiðlinum. Þjónustuverkstæðið býr yfir öflugum möguleikum til að eyða gögnum á traustan og vottaðan máta og gefur gagnamiðlinum framhaldslíf, lágmarkar rafrusl og hámarkar fjárfestingu í búnaði.

Verslaðu hvar og hvenær sem er

Verslun Advania er alfarið á netinu. Í henni má finna allt frá millistykkjum til netþjóna og allt þar á milli.

Sjáðu vefverslun Advania

Endurnýting á búnaði

Samstarfsaðilar okkar geta oft komið notuðum tölvubúnaði aftur í umferð. Það er töluvert umhverfisvænni leið en að fleygja búnaðinum í ruslið, þar sem hann endar oftar en ekki í landfyllingum.

Búnaðurinn fer í örugga eyðingu gagna og ýmist í endurnýtingu eða örugga förgun. Mögulegt er að fá inneign hjá Advania fyrir skil á notuðum búnaði en það ræðst af ástandi hans.

Samstarfsaðilar Advania eru Foxway og GlobeCom. Þau hafa sérhæft sig í endurnýtingu vélbúnaðar, öruggri eyðingu gagna og endurvinnslu.

Fáðu ráðgjöf varðandi endurnýtingu

Gott samstarf

Fréttir af vélbúnaði

Þegar kemur að geymslu gagna þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki afkastamiklar, áreiðanlegar og hagkvæmar gagnageymslur, ekki endilega einingar með fullt af eiginleikum sem aldrei verða notaðir.
Advania tekur höndum saman með tæknifyrirtækjunum til að koma nútíma lausnum í gervigreind og reiknigetu í gagnaver á Íslandi.
Allt gott þarf að taka enda eins og segir í kvæðinu. En þarf það endilega að eiga við tölvubúnað sem vinnustaðir eru hættir að nota?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Ertu með spurningar eða viltu athuga stöðu verka? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.