Afritunarþjónusta

Með sjálfvirkri afritun úr skýjaþjónustum til Íslands geta fyrirtæki nú uppfyllt kröfur um gagnageymslu á Íslandi og jafnvel sett upp rauntímaafritun milli landshluta. Þannig getur rekstraröryggi verið tryggt, jafnvel í neyðartilvikum þegar allt samband við útlönd er í uppnámi.

Spjöllum saman
bylting í rekstri netkerfa

Framtíðin er komin

Beinar tengingar við helstu skýjaþjónustur
Nýttu þér háhraða tengingar við allar helstu skýjaþjónustur.
Sjálfvirk afritun
Láttu þínar þarfir stjórna ferðinni með ferlum og tímaáætlunum byggða á þínum rekstri.
Afritun til Íslands
Tryggðu rekstrarsamfellu og komdu kerfum hratt og örugglega af stað aftur með öruggri gagnageymslu innanlands.
Vöktun
Láttu okkur vakta þínar þjónustur og bregðast við frávikum allan sólarhringinn.
Hagkvæmni
Haltu kostnaði í lágmarki með bestun eftir ráðgjöf sérfræðinga Advania.
Afritunarprófanir
Tryggðu að gögnin þín virki með sjálfvirkum og skilvirkum prófunum á afritum.

Áreiðanleg gagnaþjónusta

Afritunarþjónusta Advania veitir þér örugga og áreiðanlega afritun gagna frá erlendum skýjaþjónustum til Íslands. Með sjálfvirkri og reglulegri afritun geturðu verið viss um að gögnin þín séu örugg, jafnvel þótt eitthvað fari úrskeiðis með upprunalegu gagnageymsluna. Landfræðilega aðskilin kerfi minnka hættuna á því að öll gögn glatist í einu vegna náttúruhamfara, eldsvoða eða annarra stórslysa. Vöktun allan sólarhringinn alla daga vikunnar tryggir að þú þarft ekki að eyða tíma í stöðugt eftirlit með afritunum þínum.

Hraðari og öruggari afritun

Með beinum tengingum við helstu skýjaþjónustur tryggir þú hraða og örugga afritun lykilgagna til Íslands. Þjónustan er hönnuð með hagkvæmni í huga, svo þú getur innleitt skilvirka afritunarstefnu án þess að auka útgjöld við gagnageymslu. Reglulegar prófanir á afritum tryggja gæði og virkni, þannig að gögnin eru alltaf tilbúin til endurheimtar ef þörf krefur.

Fréttir og fróðleikur

Nú fer að líða að stærstu netverslunardögum ársins – Singles Day, Black Friday, Cyber Monday – ásamt almennri aukningu á kaupum á netinu í aðdraganda hátíðanna. Því miður, þá er þessi tími einnig háanna tími fyrir netsvik og þarf því að hafa varann á.
Október er kominn og það þýðir að Öryggisoktóber er í fullum gangi. Þetta er tækifæri til að huga að öryggi okkar á netinu, sérstaklega fyrir eldri borgara. Tæknin getur verið ógnvænleg fyrir þennan hóp, þar sem margir telja að þeir séu öruggir þegar þeir fá beiðnir frá bönkum eða öðrum stofnunum. En eins og við vitum, þá er ekki allt sem sýnist. Hér eru nokkur einföld ráð til að hjálpa þér að verja þig gegn netglæpum.
Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.