Áreiðanleg gagnaþjónusta
Afritunarþjónusta Advania veitir þér örugga og áreiðanlega afritun gagna frá erlendum skýjaþjónustum til Íslands. Með sjálfvirkri og reglulegri afritun geturðu verið viss um að gögnin þín séu örugg, jafnvel þótt eitthvað fari úrskeiðis með upprunalegu gagnageymsluna. Landfræðilega aðskilin kerfi minnka hættuna á því að öll gögn glatist í einu vegna náttúruhamfara, eldsvoða eða annarra stórslysa. Vöktun allan sólarhringinn alla daga vikunnar tryggir að þú þarft ekki að eyða tíma í stöðugt eftirlit með afritunum þínum.
Hraðari og öruggari afritun
Með beinum tengingum við helstu skýjaþjónustur tryggir þú hraða og örugga afritun lykilgagna til Íslands. Þjónustan er hönnuð með hagkvæmni í huga, svo þú getur innleitt skilvirka afritunarstefnu án þess að auka útgjöld við gagnageymslu. Reglulegar prófanir á afritum tryggja gæði og virkni, þannig að gögnin eru alltaf tilbúin til endurheimtar ef þörf krefur.
Afritunarprófanir
Advania býður upp á afritunarprófanir sem tryggja að öll þín kerfi séu tilbúin til endurheimtar. Það þýðir að við tökum afrit af gögnunum og ræsum kerfin í sýndarumhverfi og prófum þau til að tryggja að allt virki eins og það á að gera. Með reglulegum prófunum afrita færð þú fullvissu um að gögnin þín séu örugg og aðgengileg, jafnvel í tilfelli óværu, öryggisbresta eða kerfisbilana.
Afrit sem eru ekki prófuð geta þýtt
- Langan endurheimtartíma.
- Tap á mikilvægum gögnum.
- Aukinn kostnað.
Prófanir okkar tryggja að
- Afritin séu ekki aðeins til staðar, heldur líka nothæf strax.
- Leit að óværum og öryggisbrestum sé hluti af reglulegu viðhaldi.
- Endurheimt kerfa gangi hratt og örugglega fyrir sig.
Microsoft 365 afritun
Ábyrgð á afritun gagna í Microsoft 365 skýinu skiptist á milli Microsoft og viðskiptavinar. Með almennum leyfum skýjaþjónusta er afritun gagna ekki hluti af þjónustuveitingunni. Þannig er það á ábyrgð viðskiptavinar að tryggja öryggi og afritun eigin gagna en Microsoft ber ábyrgð á grunnvirkni og rekstri.
Advania getur aðstoða þig með afritun á Microsoft 365 afritun svo að notendur, Active Directory og allt sem fylgir þínu Microsoft 365 umhverfi er afritað.
Fréttir og fróðleikur
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.