Microsoft Dynamics 365 Finance

Alhliða viðskiptakerfi sem áður kallaðist AX. Lausnin hentar sérstaklega stórum fyrirtækjum í framleiðslu, sölu eða þjónustu og eru með starfsemi í mörgum löndum.

Á einum stað í skýinu

Lausnin sameinar Dynamics ERP og CRM- kerfi í einni skýjaþjónustu. 365 Finance heldur utan um helstu hlutverk í rekstri fyrirtækja; sölu, mannauð, markaðssetningu og þjónustu.

Tenging við helstu kerfi

Lausnin býður alhliða samþættingu við Office 365 og tengir saman gagnaskipulag og ferla. Dynamics 365 tengist hugbúnaði eins og SharePoint, Office og Skype for Business. Lausnin notar gagnagreind á borð við Power BI, Cortana Intelligence Suite og Azure IoT.

Alþjóðleg viðskipti

Til að fyrirtæki geti verið í fremstu röð þurfa þau að hafa greiðan aðgang að fjárhagsgögnum í rauntíma. Með Dynamics 365 Finance færðu þau tól sem þú þarft til að ná árangri í alþjóðaviðskiptum.

Gervigreind og sjálfvirkni

Taktu gagnadrifnar ákvarðanir með nákvæmri yfirsýn yfir reksturinn með rauntíma greiningu gagna og gervigreind.

Kerfið býður upp á umfangsmikla staðalaða virkni sem sem áður var leyst með séraðlögunum. Staðlaða virknin einfaldar viðskiptaferla, frekari sjálfvirkni og tengingu við ytri kerfi eins og vefverslanir og ýmis öpp.

Spjöllum saman

Viðbætur frá Advania

Tollur

Öflug tenging er á milli tollkerfisins og annarra Microsoft Dynamics 365-kerfa. Þetta þýðir að ekki þarf að tvískrá upplýsingar. Þessi eining er notuð við tollafgreiðslu við innflutning.

  • Tollafgreiðsla - EDI(SMT-skeyti)
  • Bókun á innkaupareikningum, tollum, tollgjöldum og flutningskostnaði
  • Birgðafærslur með réttu kostnaðarveðmæti

Bankalausnir

Bankatengingar Advania

  • Innheimtukerfi og tenging við milliinnheimtur
  • Motus
  • Momentum
  • Inkasso
  • Rafrænar bankaafstemmingar
  • Greiðslur lánardrottna
  • Tenging við Creditinfo
  • Greiðslukort

Við erum til staðar

Sérfræðingar okkar hafa þróað fjölmörg sérkerfi fyrir Dynamics 365 sem bæta virkni þess. Með sérkerfum getur þú lagað 365 Finance enn betur að þínum rekstri og aukið skilvirkni. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu upplýsingar um sérkerfin okkar.

Spjöllum saman

Við erum þinn Microsoft samstarfsaðili

Greinar um Microsoft lausnir

Á þessum veffundi var farið yfir splunkunýtt fyrirkomulag Business Central þjónustusamninga sem fela í sér töluverða breytingu á þjónustuveitingu Advania á Business Central.
Allt sem þið hafið lesið um Copilot er satt! ​ Án þess að eiga í hættu á að hljóma eins og „ekta sölumanneskja“ þá get ég hérna í þessum skrifuðu orðum hreinskilnislega staðfest að Copilot er algerlega málið! ​
Meta hefur nú staðfest opinberlega að Workplace muni hætta árið 2026. Á næsta ári lokar Workplace fyrir nýjar færslur en fyrirtæki fá þó tíma eftir það til að afrita gögnin sín.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.