Fræðslustarf fyrirtækja verður leikur einn með eloomi en um er að ræða fjölþætta lausn sem færir stjórnendum öflug tól til að halda utan um þróun mannauðs, uppsetningu og utanumhald námskeiða og frammistöðustjórnun.  

Einfalt, skilvirkt og öflugt námskeiðakerfi

Stjórnun og umsýsla fræðslustarfs verður leikur einn með eloomi. Kerfið gerir þér m.a. kleift að stilla upp námskeiðum, halda utan um skráningar og úthluta námskeiðum á starfsfólk. Þannig verður t.d. hlíting lögbundinna krafna einfaldari en kerfið veitir stjórnendum myndræna sýn á uppfyllingu námskeiða, alveg niður á einstaka starfsmenn. 

Kerfið gerir starfsfólki kleift að leita að námskeiði við hæfi og stjórnendur geta með einföldum hætti úthlutað námskeiðum á starfsfólk og starfshópa. Notendur geta veitt endurgjöf á námskeið og/eða kennara og þannig gert fyrirtækjum kleift að auka gæðastjórnun fræðslumála. 

Með eloomi getur þú á einfaldan máta tryggt árangursríka aðlögun nýs starfsfólks, uppfyllt lögbundnar kröfur og stuðlað að skilvirkri og reglubundinni þjálfun mannauðs. 


Skemmtilegri fræðsla

Allir hafa gaman af leikjum og leikjavæðing fræðslustarfs spilar stórt hlutverk í eloomi. Kerfið býður upp á ýmsar leiðir til að gera fræðslustarfið enn skemmtilegra fyrir notendur. 

Fjölbreytt fyrirkomulag námskeiða 
Það er mikill kostur að hafa fræðslukerfi sem gerir þér kleift að taka mið af ólíkum þörfum starfsfólks. Með eloomi getur þú útbúið margar tegundir námskeiða, allt eftir því hvað hentar þínu fólki best. Þú getur útbúið einnar mínútu örnámskeið, vefnámskeið sem notendur geta ýmist tekið þegar þeim hentar (án kennara) eða á ákveðnum tímum (með kennara), eða staðbundin námskeið. Valið er þitt. 

Stafrænar viðurkenningar og stigatöflur
Sem stjórnandi getur þú skilgreint hvort og þá hvernig viðurkenningar notendur fá við lok námskeiðis. Þannig getur þú t.d. búið til keppni fyrir starfshópinn þinn þar sem þátttakendur geta á myndrænan máta séð hvar þeir standa í samkeppninni. Þú getur líka nálgast leikjavæðinguna með þeim hætti að starfsfólk safnar merkjum eftir því hvað það klárar mörg próf. 

Ný nálgun á frammistöðusamtöl

Nú getur þú haft enn betri yfirsýn og stjórn á þróun mannauðs og framkvæmd frammistöðusamtala. Með stafrænni væðingu frammistöðusamtala getur þú aukið skilvirkni slíkra samtala og gagnsemi þeirra. 

Frammistöðuhluti eloomi færir þér tól til að stilla upp markmiðum og útbúa starfsþróunaráætlun niður á einstaka starfsmenn. Þar færðu myndrænt yfirlit yfir hæfni fólks í teyminu þínu sem gerir þér kleift að sjá tækifæri til að auka hæfni starfsfólks eða veita þeim meiri ábyrgð í starfi. 

Kerfið færir þér fyrirframtilbúin sniðmát sem einfalda framkvæmd frammistöðusamtala og býr til vettvang fyrir þig og starfsfólk þitt til að ræða saman um málefni sem snerta starfsþróun. 

Aðrir kostir eloomi

  • Það tekur bara nokkrar mínútur að búa til fræðsluefni í eloomi. 
  • Þú getur ráðstafað námskeiðum á starfsfólk, t.d. í kjölfar frammistöðusamtals.
  • Þú getur sent kannanir og gátlista á námskeiðsgesti, starfsmannahópa og einstaka starfsmenn. 
  • Notendur geta gefið námskeiðum og kennurum einkunn, og spjallað um námskeið á þar til gerðu spjallsvæði. 
  • eloomi gerir þér kleift að stytta aðlögunarferli nýliða með fyrirframtilbúnum örnámskeiðum og kynningum. 
  • Öflugt skýrslugerðartól sem gerir þér kleift að skoða hvernig fólk stendur sig í prófum og hversu vel þeim gengur að klára námskeið. 

Hafa samband
vegna eloomi

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn